Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar
Fundargerð
20. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn þriðjudaginn 15. janúar 2019, kl. 14:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.
Mætt til fundar: Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Adolf H. Berndsen, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigríður Svavarsdóttir og Þorsteinn Jóhannes Guðmundsson
Einnig sátu fundinn starfsmenn SSNV, Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson. Formaður nefndarinnar stýrði fundi.
Dagskrá:
Bréf framkvæmdastjóra SSNV, sent til formanns úthlutunarnefndar 7. janúar 2019, svohljóðandi:
Í fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir árið 2019 sem samþykkt var á haustþingi samtakanna þann 19. október 2018 er gert ráð fyrir að styrkirUppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra á árinu 2019 verði:
Til menningarmála 30.000.000 kr.
Til atvinnuþróunar og nýsköpunar 30.000.000 kr.
Að auki eru til ráðstöfunar fjármunir vegna styrkja sem hafa verið lækkaðir, felldir niður eða afþakkaðir af styrkþega. Þeir fjármunir skiptast þannig:
Til menningarmála 2.025.000 kr.
Til atvinnuþróunar og nýsköpunar 3.496.630 kr.
Samtals eru því til úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra á árinu 2019:
Til menningarmála 32.025.000 kr.
Til atvinnuþróunar og nýsköpunar 33.496.630 kr.
Samtals til úthlutunar 65.521.630 kr.
2. Umsögn frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vanhæfis
Kynnt var svar Guðjóns Bragasonar, lögfræðings, við fyrirspurn starfsmanns SSNV um mögulegt vanhæfi.
3. Vanhæfi nefndarmanna við afgreiðslu umsókna í Uppbyggingarsjóð..
Nefndarmaður Umsóknir nr.
Lárus Ægir Guðmundsson: 19056
Adolf H. Berndsen: 19002, 19044
Jóhanna Ey Harðardóttir: 19007, 19008, 19043, 19054, 19066, 19101, 19107
Þorsteinn J. Guðmundsson: 19055,
Þeir nefndarmenn, sem voru vanhæfir, viku af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.
4. Fundargerð fagráðs menningar 5. desember 2018
Fundargerðin var til kynningar.
Fram kom að Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson hafi sagt sig frá störfum í fagráði menningar og ekki hefur annar verið skipaður í hans stað.
5. Fundargerð fagráðs menningar 17. desember 2018
Í fundargerðinni er m.a. greint frá því hvaða umsóknir fengu lægri einkunn en 6 og þar lagt til að þeim verði hafnað, skv. a) og b) lið 15. greinar verklags- og úthlutunarreglna Uppbyggingarsjóðs.
Úthlutunarnefnd staðfesti fundargerðina og þar með tillögu fagráðsins.
6. Fundargerð fagráðs menningar 9. janúar 2019
Í fundargerð og fylgiskjölum koma fram tillögur fagráðsins um styrkveitingar 2019.
7. Tillaga fagráðs menningar um styrki á sviði menningar - afgreiðsla
Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs menningar, frá 9. jan. sl., um úthlutun styrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær.
Samþykkt að 11 umsóknir fái stofn- og rekstrarstyrk alls að upphæð 12.750.000 kr.
Samþykkt að 42 umsóknir fái verkefnastyrki alls að upphæð 19.275.000 kr.
Sjá fylgiskjal: „MENN – Umsóknir 2019 – tillaga fagráðs menningar“
8. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 5. desember 2018
Fundargerðin var til kynningar.
9. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 19. desember 2018
Í fundargerðinni er m.a. greint frá því hvaða umsóknir fengu lægri einkunn en 6 og þar lagt til að þeim verði hafnað, skv. a) og b) lið 15. greinar verklags- og úthlutunarreglna Uppbyggingarsjóðs.
Úthlutunarnefnd staðfesti fundargerðina og þar með tillögu fagráðsins.
10. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 9. janúar 2019
Í fundargerð og fylgiskjölum koma fram tillögur fagráðsins um styrkveitingar 2019.
11. Tillaga fagráðs atvinnu- og nýsköpunar um styrki í atvinnuþróunar- og nýsköpunarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra - afgreiðsla
Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, frá 9. jan. sl., um úthlutun styrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 19 umsóknir fái styrk alls að upphæð 33.496.630 kr.
Sjá fylgiskjal: „AÞN 2019 – Tillaga fagráðs til úthlutunarnefndar“
12. Svarbréf til umsækjenda um styrk
Fyrir fundinum lágu drög að svarbréfum til umsækjenda. Ekki voru gerðar athugasemdir við drögin.
13. Úthlutunarhátíð
Samþykkt að úthlutunarhátíð verði haldin í Menningarhúsinu Miðgarði um næstu mánaðamót.
14. Niðurstöður þjónustukönnunar um umsóknarferlið fyrir árið 2019
Þjónustukönnun var send út til allra umsækjenda þar sem spurt var um reynsluna af umsóknarferlinu og rafrænni umsóknargátt. Starfsmenn SSNV fóru yfir niðurstöður þjónustukönnunarinnar sem voru í heildina jákvæðar.
15. Umsóknar- og úthlutunarferli - athugasemdir
Farið yfir athugasemdir frá fagráðum og umsækjendum. Samþykkt að taka málið upp á næsta fundi nefndarinnar í september.
16. Önnur mál
Samþykkt að formaður sendi bréf til stjórnar SSNV þar sem hvatt er til þess að fjármagn til Uppbyggingarsjóðs verði aukið.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16.20.
Ingibergur Guðmundsson
fundarritari
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550