Fundargerð úthlutunarnefndar 11.12.2017

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar

 

 

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

Fundargerð

16. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn mánudaginn 11. desember 2017, kl. 14:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.

Mætt til fundar:  Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Viggó Jónsson, Ingileif Oddsdóttir og Leó Örn Þorleifsson.

Einnig sátu fundinn Ingibergur Guðmundsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, starfsmenn SSNV. Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

1.       Starfsreglur úthlutunarnefndar

Formaður fór yfir starfsreglur nefndarinnar.

 

2.       Hæfi/vanhæfi fulltrúa í úthlutunarnefnd og fagráðum

Farið yfir fyrirliggjandi gögn um hæfi/vanhæfi fulltrúa í nefnd varðandi umsóknir sem liggja fyrir.

 

3.       Rafrænt umsóknarferli

Sýnt sýnishorn af rafrænu umsóknarferli.

 

4.       Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra – umsóknir 2018

Alls bárust 9 umsóknir um styrki þar sem beðið var um rúmar 73 millj. kr. Til úthlutunar eru um 14- 15 millj. kr.

Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsókn nr. 2018-9 vísað frá þar sem eigendur fyrirtækisins eru eldri en 35 ára.

Umsóknir nr.2018-4 og  2018-6 vísað frá þar sem ekki hefur verið sýnt fram á eignarhald og meirihlutaeign í fyrirtækinu með sannanlegum hætti.

 

Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar.

 

5.       Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra – umsóknir 2019

Alls bárust 107 umsóknir um styrki þar sem beðið var um rúmar 200 millj. kr. Til úthlutunar eru um 52 millj. kr.

Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsóknir nr. 18002, 18008, 18014, 18022, 18031, 18062, 18064, 18083, 18094, 18100, 18104 : Umsóknum vísað frá þar sem staðfestingar skráðra samstarfsaðila bárust ekki.

Umsóknir nr. 18019, 18032, 18068, 18097: Umsóknum vísað frá þar sem umsækjandi er með lögheimili utan Norðurlands vestra.

Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í viðkomandi fagráði.

Nefndin beinir því til fagráðs menningar að miða við ca. 12 millj. kr. í stofn- og rekstrarstyrki.

 

6.       Bréf til úthlutunarnefndar

Formaður kynnti bréf til nefndarinnar frá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, dags. 1. des. 2017, þar sem hann óskar eftir því að meðfylgjandi umsókn hans um styrk verði tekin til afgreiðslu þrátt fyrir að hún hafi borist of seint. Nefndin hafnaði beiðninni. Viggó Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

 

Erindi frá Hilmu Eiðsdóttur Bakken tekið til umfjöllunar. Nefndin hafnar erindinu þar sem umsóknin er ekki fullnægjandi.

 

7.       Verkferlar við mat á umsóknum

Farið yfir þá verkferla við mat á umsóknum sem fram koma í Verklags- og úthlutunarreglum 2018.

 

8.       Dagsetningar næstu funda

Samþykkt að næstu tveir fundir úthlutunarnefndar verði 5. og 8. febrúar 2018, kl. 14:00.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.15.

 

 

Ingibergur Guðmundsson

fundarritari