Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi
Fundargerð
6. fundur: Sameiginlegur fundur úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar og fagráðs menningar haldinn föstudaginn 1. apríl 2016, kl. 15:00, í Félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði.
Mætt til fundar: Stefán Vagn Stefánsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Lárus Ægir Guðmundsson, Leó Örn Þorleifsson, Ingileif Oddsdóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson, Magnús B. Jónsson, Elín Aradóttir, Guðmundur Haukur Jakobsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Sigríður Svavarsdóttir.
Gunnsteinn Björnsson og Hólmfríður Sveinsdóttir boðuðu forföll.
Einnig sátu fundinn Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri SSNV og Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV, sem ritar fundargerð.
Formaður úthlutunarnefndar stýrði fundi.
Dagskrá:
1. Tímasetning umsóknar- og úthlutunarferils f. árið 2017
Fyrir fundinum lá tillaga að næsta umsóknar- og úthlutunarferli styrkja Uppbyggingarsjóðs. Auglýst verði eftir umsóknum í lok október 2016 með umsóknarfresti til loka nóvember. Þá taki við umfjöllun úthlutunarnefndar og fagráða og stefnt sé að svörum í lok janúar 2017.
Með þessu breytta fyrirkomulagi fá umsækjendur fyrr svör við umsóknum sínum um verkefni ársins 2017.
Samþykkt að senda ofangreinda tillögu til stjórnar SSNV.
2. Framkvæmd úthlutunarferils 2016
Fyrir fundinum lágu nokkrir umræðupunktar um framkvæmd umsóknar- og úthlutunarferils þessa árs. Ítarleg umræða var um punktana á fundinum.
Úthlutunarnefnd falið að vinna áfram með málið.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16.45.
Ingibergur Guðmundsson
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550