Fundargerð stjórnar 30.09.2015

Ár 2015. Miðvikudaginn 30. september kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 15:00.

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Fundargerðir stjórnar SSNV, 8. og 15. sept. 2015

2. Ársþing SSNV 16. okt.

3. Bréf starfshóps um endurskoðun á lögum og samþykktum SSNV

4. Almenningssamgöngur

5. Sóknaráætlun Norðurlands vestra

6. Staða framkvæmdastjóra SSNV

7. Beiðni um umsagnir um mál frá Alþingi

8. Aðsendar fundargerðir

9. Önnur mál

Afgreiðsla mála:
1. Fundargerðir stjórnar SSNV frá 8. og 15. sept. staðfestar.

2. Farið yfir undirbúning og framkvæmd ársþings SSNV 16. okt. nk.

3. Fyrir fundinum lá bréf frá starfshópi sem skipaður var á síðasta ársþingi til að endurskoða lög og þingsköp samtakanna. Með bréfinu fylgja tillögur starfshópsins til breytinga á lögum og þingsköpum SSNV.
Samþykkt að leggja breytingatillögur starfshópsins fyrir ársþingið og senda tillögurnar með
öðrum þinggögnum 2. okt. nk.

4. Fyrir fundinum lá minnisblað frá Guðjóni Bragasyni, lögfræðingi Sambands ísl. sveitarfélaga , og Pétri Þór Jónassyni, framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 15. apríl 2015, um framkvæmd breytinga á gjaldskrá fyrir landsbyggðarstrætó. Einnig fylgdu með drög að samkomulagi landshlutasamtakanna um „fyrirkomulag við samþykkt og breytingar á samræmdri gjaldskrá um almenningssamgöngur sem landshlutasamtök annast á grundvelli samninga við Vegagerðina“.
Málinu frestað til næsta fundar stjórnarinnar.

5. Fyrir fundinum lágu drög að áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra fyrir árið 2015. Markmið verkefnisins er að „auðvelda frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Norðurlandi vestra að markaðssetja vörur og þjónustu“. Verður það m.a. gert með námskeiðum og beinum styrkjum.
Samþykkt að senda þessi drög til staðfestingar hjá Stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál.

6. Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra SSNV rann út 21. sept. sl. Alls bárust 17 umsóknir en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Umsækjendur eru: Anna Rósa Böðvarsdóttir Björn Líndal Traustason Drífa Sigfúsdóttir Einar Örn Stefánsson Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Guðbjörg Eggertsdóttir Gunnólfur Lárusson Hallur Magnússon Heimir Gunnarsson Hrafnhildur Guðjónsdóttir Jónas Egilsson Kristinn Pétursson Magnús Bjarni Baldursson Ómar Örn Hannesson Sigurður Hólmar Kristjánsson Vigdís Ósk Ómarsdóttir
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

7. a) Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.

b) Þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál.

c) Frumvarp til laga um náttúruvernd, 140. mál.

d) Tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, 16. mál.
Samþykkt að fresta afgreiðslu þessa liðs til næsta fundar stjórnarinnar.

8. a) Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða, 3. júlí, 20. ágúst, 10. sept. og 17. sept. 2015.

b) Fundargerðir stjórnar Eyþings 26. ágúst og 14. sept. 2015.

c) Fundargerðir Sambands sunnlenskra sveitarfélaga 4. sept. sl.

d) Fundargerð Sambands ísl. sveitarfélaga 11. sept. sl.
Ofangreindar fundargerðir voru til kynningar.

9. Önnur mál
a) Formanni SSNV, Adolf H. Berndsen, veitt heimild til að ganga frá lokauppgjöri við Rætur,
byggðasamlag um málefni fatlaðra, vegna yfirfærslu málaflokksins frá SSNV til Róta í
janúar 2014.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:30.

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Sólveig Olga Sigurðardóttir (sign.)

Ingibergur Guðmundsson (sign.)

Hér má nálgast fundargerð á PDF.