Fundargerð stjórnar 21.01.2015

Ár 2015, miðvikudaginn 21. janúar kom stjórn SSNV saman til fundar á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Skagaströnd. Fundurinn hófst kl. 13:00. Mætt til fundar, Adolf H. Berndsen, Unnur V. Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri SSNV. Stefán Vagn Stefánsson tók þátt í fundinum í gegnum síma og yfirgaf fundinn eftir lið 4.

Dagskrá:

1. Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra.

2. Prókúruumboð fyrir framkvæmdastjóra.

3. Breytingar á samþykktum SSNV - næstu skref.

4. Erindi frá póst- og fjarskiptastofnun varðandi leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisstyrktarreglur.

5. Málefni sem framkvæmdastjóri óskar að taka til umræðu.

6. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Fyrir liggur ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra. Samningurinn samþykktur og áritaður af stjórnarformanni og framkvæmdastjóra.

2. Samþykkt að Bergur Elías Ágústsson verði prókúruhafi SSNV.

3. Í starfshópinn voru skipaðir á 22 ársþingi SSNV, Guðný Hrund Karlsdóttir, Magnús B. Jónsson og Bjarki Tryggvason. Formanni og framkvæmdastjóra falið að boða til fyrsta fundar.

4. Lagt fram til kynningar.

5. Framkvæmdastjóri fór yfir starfsmannamál, málakerfi, tölvumál, heimasíðu og samskipti / upplýsingar til aðildarsveitarfélaga SSNV. Frekari umræða fer fram síðar.

6. Önnur mál ekki rædd.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 15:20.

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Hér má nálgast fundargerð á PDF.