Fundargerð stjórnar 20.október 2016

 Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi

 

Fundargerð  10. fundar stjórnar SSNV  20. október 2016.

 

Fimmtudaginn 20. október kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 18:00.

 

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

 

  1. Fundargerð 9. stjórnarfundar SSNV dags. 6. september 2016.
  2. 24. ársþing SSNV.
  3. Formaður kjörnefndar.
  4. Almenningssamgöngur afkoma.
  5. Uppgjör SSNV fyrstu 8 mánuði ársins.
  6. Ráðstefna haust 2016.
  7. Verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
  8. Verklags- og úthlutunarreglur Nýsköpunarsjóðs Norðurlands vestra.
  9. Gjaldskrá almenningssamgangna.
  10. Áhersluverkefni 2016.
  11. Fundargerðir.
  12. Skýrsla framkvæmdastjóra.  
  13. Önnur mál.

  

Afgreiðsla

 

1.  Fundargerð 9. stjórnarfundar SSNV dags. 6. september 2016

Fundargerðin samþykkt.

 

2.  24. ársþing SSNV

Farið yfir framkvæmd þingsins.

 

3.   Formaður kjörnefndar

Þórdís Friðbjörnsdóttir kjörin formaður kjörnefndar SSNV .

 

 

4.  Almenningssamgöngur afkoma

Farið yfir afkomu leiðar 57 fyrstu 9 mánuði ársins. Um er að ræða samstarfsverkefni SSV, FV og SSNV. Afkoman er jákvæð það sem af er ári og líkur til þess að verkefnið verði rekið með svolitlum afgangi á árinu 2016.

 

 

5.  Uppgjör SSNV fyrstu 8 mánuði ársins

Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit úr bókhaldi samtakanna. Rekstur almennt í samræmi við áætlanir en ljóst að launahækkanir síðustu mánaða munu fara framúr áætlun.

 

 

6.  Ráðstefna haust 2016

Framkvæmdastjóri og formaður leggja til að SSNV gangist fyrir ráðstefnu um ýmis mál er varða sveitarfélögin í landshlutanum. Um er að ræða mál eins og svæðisskipulag, Sviðsmyndagreiningu um búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030, Samgönguáætlun fyrir landshlutann og möguleika á orkuöflun í landshlutanum.

Framkvæmdastjóra falið að undirbúa ráðstefnu og leggja til dagsetningu fundarstað og fundarefni.

 

7.  Verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

Reglurnar lagðar fram til staðfestingar en fundargerð til kynningar.

Stjórn staðfestir verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.

 

 

8.  Verklags- og úthlutunarreglur Nýsköpunarsjóðs Norðurlands vestra

Stjórn staðfestir verklags- og úthlutunarreglur Nýsköpunarsjóðs Norðurlands vestra.

 

9.  Gjaldskrá almenningssamgangna

Lögð fram tillaga Strætó að breytingu á gjaldskrá almenningssamgangna. Um er að ræða þrjár tillögur sem allar miða að hækkun gjaldskrár. Stjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

 

10.  Áhersluverkefni 2016

Áhersluverkefnin hafa verið  samþykkt af stýrihópi stjórnarráðsins. Stjórn samþykkti verkefnin á fundi þann 10. maí sl. Lagt fram til kynningar.

Verkefnin eru:

     Svæðisleiðsögn, námskeið í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra

     Kortlagning skapandi greina

     Aukið samstarf listamanna/listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra

     Listaskóli unga fólksins

     Raunvísindaskólinn

     Íbúakönnun á Norðurlandi vestra

 

11.  Fundargerðir

Eftirtaldar fundargerðir lagðar fram til kynningar:

 

Fundargerð haustfundar landshlutasamtaka dags. 21. sept. 2016

Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 07. september 2016

Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 22. september 2016

Fundargerð stjórnar SSA nr. 11 dags. 20. september 2016

Fundargerð stjórnar SSA nr. 12 dags. 06. október 2016

Fundargerð stjórnar SSA nr. 01 dags. 08. október 2016

Fundargerð stjórnar SASS nr. 511 dags. 02. september 2016

Fundargerð stjórnar SASS nr. 512 dags. 30. september 2016

Fundargerð stjórnar SSH nr. 433 dags 05. september 2016

Fundargerð stjórnar SSS nr. 706 dags 14. september 2016

Fundargerð stjórnar SSS nr. 707 dags 05. október 2016

Fundargerð stjórnar SSV nr. 125 dags. 24. ágúst 2016

Fundargerð stjórnar SSV nr. 126 dags. 04. október 2016

Fundargerð stjórnar FV dags 09. ágúst 2016

Fundargerð stjórnar FV dags 29. ágúst 2016

 

12.  Skýrsla framkvæmdastjóra

Flutt munnlega á fundinum.

 

13.  Önnur mál

Engin mál komu fram undir þessum lið 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 20:00.

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)