Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 22. fundar stjórnar SSNV 19. október 2017.
Þriðjudaginn 19. október 2017 kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd og hófst fundurinn kl. 16:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðsla.
1. Fundargerð 21. stjórnarfundar SSNV dags. 12. september 2017.
Fundargerðin samþykkt.
2. Kjörnefnd
Formaður kjörnefndar, Þórdís Friðbjörnsdóttir, verður ekki á landinu þegar haustþing samtakanna verður haldið, því þarf að kjósa annan. Samþykkt að Ásta Björg Pálmadóttir verði formaður kjörnefndar.
3. 9 mánaða uppgjör
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur samtakanna fyrstu 9 mánuði ársins. Grunnreksturinn er í jafnvægi en áhersluverkefni og greiðslur styrkja hafa gengið hægar en reiknað var með.
4. Almenningssamgöngur
Lagt fram minnisblað frá sameiginlegum fundi landshlutasamtakanna dags.. 4. október sl. Tekjur hafa farið lækkandi og fjöldi farþega sömuleiðis. Rekstur almenningssamgangna hefur gengið vel á Norðurlandi vestra en sömu sögu er ekki að segja hjá öllum landshlutum og er verulegt uppsafnað tap í heildina á almenningssamöngum sem landshlutasamtökin reka. Uppsagnarákvæði í samningi SSNV og Vegagerðarinnar þarf að virkja fyrir 31. mars 2018, annars framlengist samningurinn um 2 ár. SSNV mun taka afstöðu til þess hvort samningnum skuli segja upp í samráði við önnur landshlutasamtök.
5. Uppbyggingarsjóður
Undir þessum lið mætti Ingibergur Guðmundsson verkefnisstjóri Sóknaráætlunar og fór hann yfir helstu breytingar á verklags- og úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs og matsblað það sem liggur til grundvallar við mat á umsóknum um styrki úr sjóðnum. Ingibergur yfirgaf fundinn að lokinni yfirferð sinni. Stjórn samþykkir verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs og matsblað fyrir árið 2018.
6. Haustþing
Farið yfir dagskrá og skipulag haustþings og ráðstefnunnar Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra.
7. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar:
Eyþing fundur stjórnar dags. 27. september 2017
SASS fundur stjórnar dags. 7. september 2017
SSS fundur stjórnar dags. 13. september 2017
SSS fundur stjórnar dags. 11. október 2017
SSH fundur stjórnar dags. 4. september 2017
SSH fundur stjórnar dags. 2. október 2017
FV fundur stjórnar dags. 6. september 2017
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál dags. 25. sept. 2017
Samþykkt að taka á dagskrá:
Fundargerð starfshóps um almenningssamgöngur dags. 8. september 2017
Samþykkt að taka á dagskrá:
Fundargerð lögð fram til staðfestingar
Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs dags. 19. september 2017
8. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
9. Önnur mál
Engin önnur mál komu fram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:20
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550