Fundur haldinn í Fagráði menningar fimmtudaginn 14. maí, kl. 10:00, á skrifstofu SSNV á Skagaströnd.
Mætt voru: Jóhanna Magnúsdóttir, formaður, Adolf H. Berndsen, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Magnús Eðvaldsson, Sigríður Svavarsdóttir og Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður fagráðsins.
Dagskrá:
1. Umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki
a) Vanhæfi: Farið var yfir reglur um vanhæfi í tengslum við umsóknirnar og þeir ráðsliðar, sem vanhæfir voru, viku af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd.
b) Alls bárust 10 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki. Samþykkt var að leggja til við Úthlutunarnefnd að 8 umsóknir fengju styrki samtals að upphæð 13,8 millj. kr.
2. Umsóknir um verkefnastyrki
a) Vanhæfi: Farið var yfir reglur um vanhæfi í tengslum við umsóknirnar og þeir ráðsliðar, sem vanhæfir voru, viku af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd.
b) Alls bárust 69 umsóknir um verkefnastyrki. Samþykkt var að leggja til við Úthlutunarnefnd að 61 umsókn fengi styrk samtals að upphæð 21.650.000 kr.
3. Matsblað
Nokkrar umræður urðu um reynsluna af notkun matsblaðsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.00.
Ingibergur Guðmundsson
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550