Fundargerð 99. fundar stjórnar SSNV, 3. október 2023

Sjá PDF útgáfu hér

Þriðjudaginn 3. október 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 09.30

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Friðrik Már Sigurðsson og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Haustþing SSNV
    1. Dagskrá
    2. Fjárhagsáætlun 2024
    3. Starfsáætlun 2024
    4. Ályktanir stjórnar
  2. Kjördæmavika
  3. Fjárlög 2024
  4. Samgöngumál
  5. Græn skref á Norðurlandi vestra
  6. Erindi skíðasvæði Tindastóls
  7. Umhverfisstefna SSNV
  8. Stefnumótun SSNV með sveitarfélögum
  9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
  10. Skýrsla framkvæmdastjóra

Afgreiðslur:

  1. Haustþing SSNV

2. Kjördæmavika

Kjördæmavika er nú framundan, miðvikudaginn 4.október þar sem þingmenn norðvesturkjördæmis koma til fundar og heimsækja Norðurland vestra. Minnisblað lagt fram til kynningar. Sjá minnisblað hér

3. Fjárlög 2024 - Framlög til atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni og sóknaráætlana.

Samkvæmt frumvarpinu er áformað að fella niður tímabundna hækkun á framlögum til Sóknaráætlana um 120 m.kr. Með sama hætti að falla niður viðbótarframlög til atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni til uppbyggingar atvinnulífs. Stjórn SSNV fordæmir þessi áform og tekur málið áfram til Haustþings.

4. Samgöngumál

Minnisblað framkvæmdastjóra lagt fram til kynningar. Sjá minnisblað hér

5. Græn skref á Norðurlandi vestra

Viðaukasamingur við samning um sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024 kynntur. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið semur við SSNV. Heiti verkefnis eru Græn skref á Norðurlandi vestra. Markmið með verkefninu er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá landshlutanum og efla umhverfisvitund á svæðinu í samstarfi við sveitarfélög.

6. Erindi skíðasvæðis Tindastóls

Minnisblað lagt fram til kynningar. Umræða tekin og framkvæmdastjóra falið að taka samtalið áfram til sveitarfélaga. Sjá minnisblað hér

7. Umhverfisstefna SSNV

Lögð fram til samþykktar. Viðauki 1 tekinn til endurskoðunar. Sjá loftlagsstefnu SSNV hér

8. Stefnumótun SSNV með sveitarfélögum

Staða og yfirferð verkefnis rædd. Minnisblað lagt fram til kynningar. Sjá minnisblað hér

9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar

Stjórn SASS, 17. ágúst 2023. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 1. september 2023. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 18. september 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 6. september 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 8. september 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 18. september 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 18. september 2023. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðs um byggðamál, 4. September 2023. Fundargerðin.

Markaðsstofa Norðurlands , 31. ágúst 2023. Fundargerðin.

10. Skýrsla framkvæmdastjóra

Fréttir af starfseminni og staða verkefna. Skýrsla framkvæmdastjóra er flutt munnlega.

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:35

Guðmundur Haukur Jakobsson,

  Einar E. Einarsson,

Vignir Sveinsson,

 Friðrik Már Sigurðsson,

  Jóhanna Ey Harðardóttir,

Katrín M. Guðjónsdóttir.