Sjá fundargerð í PDF formi.
Mánudaginn 21. ágúst 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 10.00. Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Friðrik Már Sigurðsson boðaði forföll.
Á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV), haldinn 17. ágúst 2023 var rætt um stöðu sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra og þá staðreynd að Matvælaráðherra hefur ekki ennþá gengið frá samningum við þá bændur sem skera þurftu niður sinn fjárstofn vegna riðu.
Það er skýrt í reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001, að fullnaðargreiðsla fyrir felldan fjárstofn skal innt af hendi eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun lauk. Tímafrestur ráðherra til að ganga frá umræddum samningum er því löngu liðinn en drög að samningunum hafa legið í langan tíma til staðfestingar í ráðuneytinu, en ekki verið afgreiddir þar út. Þetta telur stjórn SSNV ólíðandi vinnubrögð og skorar á Matvælaráðherra að ganga strax frá samningum við alla þá bændur sem fella þurftu sinn bústofn.
Stjórn SSNV harmar þá umræðu sem upp er komin um styttingu þjóðvegar eitt, svokallaða Húnavallaleið. SSNV hefur áður ályktað og bent á að í byggðarlegu samhengi sé mikilvægt að þjóðvegur eitt fari í gegnum þá þéttbýlisstaði sem hann fer um í dag. Við teljum því ekki að þessi 14 km stytting þjóni hvorki Norðlendingum né öðrum landsmönnum. Jafnframt má benda á að bæði þjóðvegur 1 og vegakerfið í heild þarfnast mikilla endurbóta svo það teljist ásættanlegt og uppfylli kröfur um öryggi íbúa og annarra vegfarenda.
Fleira var ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:50
Guðmundur Haukur Jakobsson,
Einar E. Einarsson,
Vignir Sveinsson,
Jóhanna Ey Harðardóttir,
Katrín M. Guðjónsdóttir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550