PDF útgáfu má finna hér
Þriðjudaginn 2. maí 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30.
Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður stjórnar Guðmundur Haukur Jakobsson bíður Einar E. Einarsson velkominn í stjórn SSNV.
1. Samantekt á niðurstöðu skýrslu ,,Margur er knár þó hann sé smár“ ásamt kynningu á nýrri íbúakönnun. Skýrsluna má lesa hér. Vífill Karlsson, Ph.D. kom inn sem gestur á fund stjórnar og fór yfir helstu niðurstöður skýrslunnar ásamt því að kynna nýja íbúakönnun. Stjórn tekur undir að niðurstöðurnar séu mjög áhugaverðar. Í niðurstöðu kemur m.a. fram að beinn árangur næst með því að vinna með hugarfar í byggðaþróun. Kynningu Vífils með samantekt og niðurstöðum má sjá hér
2. Orkusveitarfélögin og niðurstaða starfsnefndar. Jónína Brynjólfsdóttir, Forseti sveitarstjórnar Múlaþings kom sem gestur á fund stjórnar og fór yfir stöðu Orkusveitarfélaga og starfsnefndar. Sjá kynninguna . Almennar upplýsingar og gögn um Samtök Orkusveitarfélaga hér.
Jónína kynnir tilgang samtaka Orkusveitarfélaga, helstu álitamál sem snúa að málefnum þeirra og verkefni sem unnið er að. Orkusveitarfélögin hafa skipað starfsnefnd. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að vinna tillögur að breytingum hvað varðar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu, nýjum lögum um orkuvinnslu og til að koma á virkara samtali hagaðila í samráði við stjórn samtakanna.
Stjórn SSNV tekur undir bókun Samtaka orkusveitarfélaga um mikilvægi þess að arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu skiptist með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagaðilar við vinnslu og flutning orku. Tryggja þarf að nærumhverfið, þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti sanngjarns ávinnings. Lögð er áhersla á að sveitarfélög fái hlutdeild í auðlindagjaldi og að fasteignaskattar verði greiddir af öllum fasteignum, þ.m.t. öllum mannvirkjum sem tengjast virkjunum og flutningi rafmagns. Er það í samræmi við stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026 um styrkingu og breikkun tekjustofna sveitarfélaga svo stuðla megi að fjárhagslegri sjálfbærni þeirra. Auk þess áréttar stjórn SSNV mikilvægi þess að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.
3. Úrgangsmál á Norðurlandi vestra - Samantekt og staða verkefna. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hjá SSNV fór yfir núverandi stöðu verkefna í úrgangsmálum í landshlutanum. Ólöf fór yfir kynningu þar sem góð yfirsýn verkefna í vinnslu var útskýrð og rædd af stjórn. Kynningu Ólafar Lovísu má sjá hér
4. Þátttaka SSNV á atvinnulífssýningu á Sauðárkróki. Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað til skoðunar. Stjórn SSNV samþykkir tillögu að útfærslu og setur verkefnið alfarið í hendur starfsfólks SSNV.
5. Sveitarstjórnarskólinn Sambandsins. Framkvæmdastjóri kynnir tillögu um að vinnustofa fyrir sveitarstjórnar sem átti að fara fram þann 5. maí næstkomandi verði færð og haldin í samræmi við Haustþing SSNV sem haldið verður í Húnaþingi vestra fimmtudaginn 19. október 2023. Stjórn tekur undir tillöguna og hún samþykkt.
6. Ungmennaþing á Norðurlandi vestra. Framhaldsumræða frá fundi stjórnar í febrúar 2023. Sjá eldri fundagerð . Sjá minnisblað Ólafar hér. Góðar undirtektir og umræða. Stjórn samþykkir og tekur undir að verkefnastjóri Ungmennaþings Ólöf Lovísa hjá SSNV setji sig í samband við Sveitarstjóra og þeir tengi Ólöfu við æskulýðsfulltrúa í þeirra sveitafélagi.
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 17. apríl 2023. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 3. apríl 2023. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 29. mars 2023. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 24. mars 2023. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 17. apríl 2023. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 5. apríl 2023. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31. mars 2023. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30. mars 2023. Fundargerðin.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 28. mars 2023. Fundargerðin.
Markaðsstofa Norðurlands , 25. apríl 2023. Fundargerðin.
8. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Fréttir af starfseminni og staða verkefna. Flutt munnlega.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:21
Guðmundur Haukur Jakobsson,
Einar E. Einarsson,
Vignir Sveinsson,
Friðrik Már Sigurðsson,
Jóhanna Ey Harðardóttir,
Katrín M. Guðjónsdóttir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550