Fundargerð 90. fundar stjórnar SSNV, 7. febrúar 2023

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 kom stjórn SSNV saman til stjórnarfundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30. Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Regína Valdimarsdóttir, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

  1. Ungmennaþing á Norðurlandi vestra.
  2. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Afgreiðslur 

Afgreiðslur

  1. Ungmennaþing á Norðurlandi vestra.
    1. Ólöf Lovísa starfsmaður SSNV kom inn sem gestur á fundinn og kynnti fyrirhugað þing og umgjörð þess.
    2. Stefnt er að halda Ungmennaþing byrjun október 2023. Megin markmið ungmennaþings er að fá rödd ungmenna í landshlutanum inn í samráðsvettvang sóknaráætlunar. Nánara skipulag hefst innan tíðar. Minnisblað Ólafar má nálgast hér
  2. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SSH, 9. janúar 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 11. Janúar 2023. Fundargerðin.

Stjórn Vestfjarðastofu, 18. janúar 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 18. janúar 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 11. janúar 2023. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 13. janúar 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. janúar 2023. Fundargerðin.

 

3. Skýrsla framkvæmdastjóra.

1.Starfsmannamál.

            i.      Framkvæmdastjóri leggur til að auglýst verði eftir verkefnastjóra í 6-8 mánaðar starf vegna orlofa fastráðinna starfsmanna, og var það samþykkt.

2. Námsferð SSNV fyrir kjörnafulltrúa og starfsfólk SSNV.

                                                              i.      Samstarfsferð með SSV

                                                             ii.      Dagsetning ferðar er 28.08-01.09. 2023

                                                           iii.      Val stendur á milli þriggja áfangastaða og verður kynnt síðar ásamt dagskrá.

3.Fjárfestahátíð Norðanáttar.

                                                              i.      Er haldin á Siglufirði dagana 28.-29. 03.2023

                                                             ii.      30 verkefni sóttu um frá öllu landinu og verða 12-15 verkefni valin áfram á hátíðina.

                                                           iii.      Sveitastjórar í landshlutanum eru sérstaklega boðaðir ásamt stjórn SSNV sem einn af þremur bakhjörlum Norðanáttar sem er nú farin að vekja athygli um land allt.

4. Ársþing SSNV og undirbúningur.

                                                              i.      Boðað verður til auka vinnufundar stjórnar til að ræða þingið sérstaklega og mál sem þarfnast frekari undirbúnings undirnefnda.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:25

 

Guðmundur Haukur Jakobsson

Regína Valdimarsdóttir

Friðrik Már Sigurðsson

 Jóhanna Ey Harðardóttir

Vignir Sveinsson

 Katrín M. Guðjónsdóttir