Fundargerð 89. fundar stjórnar SSNV, 10. janúar 2023.

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.

Þriðjudaginn 10. janúar 2023 kom stjórn SSNV saman til auka stjórnarfundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30. 

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Regína Valdimarsdóttir, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá  

  1. C1 verkefni – Ör-kynning á umsóknum SSNV sem liggja fyrir eftir yfirferð og samskipti við Sveitafélög. Málið var tekið fyrir stjórn 6. des sl. skil 20. jan. 

  1. Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs og framúrskarandi verkefni.  

 

Afgreiðslur 

 

1. C1 verkefni - Ör-kynning á umsóknardrögum SSNV.

Yfirferð, góðar umræður og tillögur samþykktar. Umsóknarferli alfarið sett í hendur framkvæmdastjóra að klára fyrir hönd landshlutsamtakanna.

 

2. Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs og framúrskarandi verkefni.

a) Breytingar verða á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs. 

 i) Úthlutunarhátíðin verður færð í stafræna kynningu þar sem meira er gert úr styrkhöfum og verkefnum þeirra. Niðurstaða stjórnar er sú að með þeim hætti fá verkefnin sterkari umfjöllun, sem nær til fleiri aðila og Uppbyggingarsjóður enn frekari kynningu.

b) Framúrskarandi verkefni.

 i) Framkvæmdarstjóri kynnir framúrskarandi verkefni fyrir árið 2022 og þau samþykkt af stjórn. 

 ii)Verkefnin eru tvö, eitt á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, annað á sviði menningarmála. Verkefni verða kynnt síðar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:20  

 

Guðmundur Haukur Jakobsson 

Regína Valdimarsdóttir 

Friðrik Már Sigurðsson 

Jóhanna Ey Harðardóttir 

Vignir Sveinsson 

 Katrín M. Guðjónsdóttir