Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar á fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 20:30.
Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Vignir Sveinsson, Magnús Magnússon og Hrund Pétursdóttir sem ritaði fundargerð. Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður, setti fundinn.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Ráðning framkvæmdastjóra
Starf framkvæmdastjóra SSNV var auglýst laust til umsóknar þann 9. júlí 2022 og var umsóknarfrestur tilgreindur til og með 2 ágúst 2022.
Alls bárust 18 umsóknir en 7 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að umsóknarfresti lauk. Umsækjendur voru eftirfarandi:
Guðmundur Tómas Axelsson - Framkvæmdastjóri
Guðmundur Þór Jónsson - Lögmaður
Jón Gunnar Borgþórsson - Stjórnenda-/rekstrarráðgjafi í eigin fyrirtæki
Jónas Egilsson – Fv. sveitarstjóri
Katrín M. Guðjónsdóttir - Framkvæmdastjóri
Oddur Sigurðarson - Framkvæmda-, fjármála- og þjónustustjóri
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir – Fv. sveitarstjóri
Sigurður Líndal Þórisson - Verkefnastjóri
Sævar Freyr Sigurðsson - Sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundarkennari
Þorvaldur Hjaltason - Rekstrarstjóri
Örlygur Hnefill Örlygsson – Framkvæmdastjóri
Að afloknu mati á umsóknum voru 6 umsækjendur boðaðir til viðtals. Eftir mat í kjölfar viðtala og að fengnu samþykki stjórnar á 81. fundi hennar dags. 24. ágúst 2022, var þremur umsækjendum falið að vinna raunhæft verkefni og kynna fyrir stjórn. Að því loknu var mat allra matsþátta dregið saman. Að teknu tilliti til niðurstöðu mats og hæfniskrafa samþykkir stjórn að ráða Katrínu M. Guðjónsdóttur til starfsins. Magnús Magnússon situr hjá við afgreiðslu ráðningar.
Katrín er viðskipta-og markaðsfræðingur með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Katrín er reynslumikill stjórnandi og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu hér heima og í alþjóðaumhverfinu. Hún hefur starfað sem sviðsstjóri markaðs- og sölusviðs hjá Men&Mice og stýrt þar markaðssókn beggja vegna Atlantshafsins. Þar áður starfaði Katrín sem framkvæmdastjóri hjá fjártæknifélaginu Alva, var markaðsstjóri olíufélaganna N1 og Skeljungs, og hjá heildversluninni Innnes auk þess að starfa að markaðsmálum fyrir Símann.
Stjórn samþykkir framlagðan ráðningarsamning við Katrínu og felur formanni undirritun hans.
Stjórn þakkar umsækjendum öllum sýndan áhuga á starfi samtakanna og óskar þeim velfarnaðar.
2. Önnur mál.
Formaður leggur fram eftirfarandi bókun frá Unni Valborgu Hilmarsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra.
Sl. 4 ár hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að starfa í þágu Norðurlands vestra sem framkvæmdastjóri SSNV. Ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með á þeim tíma, stjórnarmönnum, kjörnum fulltrúum, starfsmönnum sveitarfélaga á starfssvæðinu, íbúum sem og samstarfsfólki utan landshlutans, fyrir gott samstarf. Sérstakar þakkir færi ég starfsmönnum samtakanna fyrir frábært samstarf og óska þeim, ásamt viðtakandi framkvæmdastjóra, farsældar í störfum sínum í þágu landshlutans.
Stjórn þakkar Unni Valborgu Hilmarsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra SSNV, kærlega fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og samfélagsins alls í landshlutanum. Stjórn óskar henni velfarnaðar í nýju starfi og hlakkar til samstarfsins á komandi árum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:57.
Guðmundur Haukur Jakobsson
Magnús Magnússon
Jóhanna Ey Harðardóttir
Hrund Pétursdóttir
Vignir Sveinsson
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550