Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 kom stjórn SSNV saman til fundar á fjarfundi. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Hrund Pétursdóttir, Vignir Sveinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður, setti fundinn.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Bréf frá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra.
Lagt fram til kynningar bréf frá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þar sem farið er yfir þörf á aðstöðu og búnaði fyrir aðgerðarstjórnir í landshlutanum.
2. Mönnun heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
Lagt fram erindi frá bæjarstjórn Vestmannaeyja um mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Í erindinu var þess óskað að því yrði komið á framfæri við sveitarstjórnir í landshlutanum. Hefur það verið gert.
Stjórn SSNV tekur undir bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um að tryggja þurfi jafnt aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu en nauðsynleg mönnun á heilbrigðis-stofnunum landsins er ein forsenda þess. Stjórn SSNV hefur áður vakið athygli á lið C3 í byggðaáætlun í því sambandi sem lýtur að ívilnunum tengdum endurgreiðslum námslána þar sem skortur er á sérmenntuðu starfsfólki.
3. Ráðning framkvæmdastjóra.
Stjórn staðfestir samþykki, sem veitt var í tölvupósti, um að fela Intellecta umsjón með ráðningu framkvæmdastjóra SSNV. Starfið var auglýst í júlí með umsóknarfrest til 2. ágúst sl. að fengnu samþykki stjórnar á auglýsingu með tölvupósti. Stjórn staðfestir samþykki auglýsingarinnar.
Thelma Kristín Kvaran og Sigríður Svava Sandholt komu inn á fund stjórnar og fóru yfir tillögu að ferli við ráðninguna og mat á umsækjendum.
Samþykkt að formaður stjórnar ásamt núverandi framkvæmdastjóra sitji viðtöl við úrtak umsækjenda skv. mati.
Thelma og Sigríður véku af fundi að þessum lið loknum.
4. 6 mánaða uppgjör.
Lagt fram 6 mánaða uppgjör SSNV. Rekstur er almennt skv. áætlun.
5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 5. júlí 2022. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 15. júní 2022. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 24. júní 2022. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðastofu, 27. apríl 2022. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðastofu, 1. júní 2022. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 24. maí 2022. Fundargerðin.
Stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál, 30. maí 2022. Fundargerðin.
6. Umsagnarbeiðnir.
Drög að frumvarpi til laga um sýslumann, mál í samráðsgátt stjórnvalda, nr. 122/2022. Umsagnarfrestur til 31. júlí og framlengdur til 15. ágúst. Umsögn send inn 26. júlí 2022.
7. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri fer yfir helstu verkefni. Flutt munnlega á fundinum.
8. Önnur mál.
Engin önnur mál komu fram á fundinum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:55.
Guðmundur Haukur Jakobsson
Friðrik Már Sigurðsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Hrund Pétursdóttir
Vignir Sveinsson
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550