Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki. Hófst fundurinn kl. 9:30.
Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Erindi frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra.
Lagt fram erindi frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra dags. 20. október 2021 þar sem falast er eftir stuðningi samtakanna og Markaðsstofu Norðurlands við markaðsátak ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra.
Til fundar kom Selma Hjörvarsdóttir og kynnti hugmyndina.
Stjórn tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Selma vék af fundi að þessum lið loknum.
2. Skilgreining áhersluverkefna.
Yfirstandandi áhersluverkefni gilda fyrir árin 2020-2021. Gert er ráð fyrir að verkefni áranna 2022-2023 verði skilgreind af stjórn í upphafi árs 2022 þegar endanleg fjármögnun Sóknaráætlunar landshlutans liggur fyrir.
Framkvæmdastjóra er falið að kalla eftir hugmyndum samráðsvettvangs sóknaráætlunar og íbúa landshlutans að áhersluverkefnum. Ekki eru um beina verkefnastyrki að ræða heldur verkefni sem unnin eru af SSNV eða öðrum þeim sem samtökin fela framkvæmd þeirra.
Verkefnin skulu:
Stjórn leggur mat á verkefnin og áskilur sér rétt til að gera breytingar á innsendum hugmyndum, þ.m.t. sameina sambærileg verkefni, samþykkja verkefni að hluta sem og í heild eða hafna öllum hugmyndum.
3. Skýrsla um stöðu flugklasans Air66.
Lögð fram til kynningar.
4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 4. október 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 15. október 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSV, 28. september 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 13. október 2021. Fundargerðin.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 8. september 2021. Fundargerðin.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 4. október 2021. Fundargerðin.
Stjórn Markaðsstofu Norðurlands. 28. september 2021. Fundargerðin.
5. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, 184/2021. Mál í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur til 11. nóvember 2021.
Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að umsögn um málið.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
7. Önnur mál.
a) Markaðsstofa Norðurlands.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
b) Stafrænt ráð sveitarfélaga.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.
Engin önnur mál komu fram á fundinum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:06.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Halldór G. Ólafsson
Álfhildur Leifsdóttir
Anna Margret Sigurðardóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550