Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Þriðjudaginn 5. október 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd. Hófst fundurinn kl. 9:30.
Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. Fagráð menningar
Björg Baldursdóttir fulltrúi í fagráði menningar hefur óskað eftir lausn frá störfum fyrir ráðið. Stjórn tilnefnir Steinunni Rósu Guðmundsdóttur í hennar stað.
2. Undirbúningur haustþings SSNV, 22. október 2021.
Framkvæmdastjóri fer yfir drög að dagskrá haustþings. Stjórn samþykkir tillögu að dagskrárliðum og felur framkvæmdastjóra að senda dagskrána út í samræmi við samþykktir samtakanna.
3. Fjárhagsáætlun ársins 2022.
Framkvæmdastjóri leggur fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2022. Stjórn samþykkir drögin og felur framkvæmdastjóra að senda hana út ásamt fundargögnum haustþings í samræmi við samþykktir samtakanna.
4. Flutningur á skrifstofu á Sauðárkróki.
Framkvæmdastjóri fer yfir flutning á skrifstofu samtakanna á Sauðárkróki. Nýr starfsmaður Markaðsstofu Norðurlands mun eiga starfsstöð þar skv. samningi SSNV og MN um rekstur áfangastaðastofu landshlutans. Um er að ræða flutning í stærra rými í sama húsnæði og skrifstofur samtakanna hafa verið um nokkurra ára skeið. Stjórn fagnar því að nú er staðsettur starfsmaður MN á Norðurlandi vestra og býður Auði Ingólfsdóttur velkomna til starfa.
5. Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.
Ástrós Elísdóttir, verkefnisstjóri Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, kemur til fundar við stjórn og fer yfir helstu breytingar sem gerðar hafa verið á úthlutunarreglum og samþykktar af Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra á fundi hennar þann 29. september sl.
Stjórn samþykkir úthlutunarreglurnar. Opnað verður fyrir umsóknir í sjóðinn miðvikudaginn 6. október með umsóknarfrest til kl. 16.00 þann 12. nóvember nk.
Ástrós vék af fundi að þessum lið loknum.
6. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 6. september 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSS, 16. september 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSV, 25. ágúst 2021. Fundargerðin.
Stjórn Vestfjarðastofu, 22. september 2021. Fundargerðin.
Stjórn SSNE, 8. september 2021. Fundargerðin.
Stjórn SASS, 3. september 2021. Fundargerðin.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. september 2021. Fundargerðin.
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 30. ágúst 2021. Fundargerðin.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, 29. september 2021. Fundargerðin.
Samgöngu- og innviðanefnd SSNV, 31. ágúst 2021. Fundargerðin.
7. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis. mál nr. 157/2021. Umsagnarfrestur til 1. október 2021. Innsend umsögn.
8. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
9. Önnur mál.
Engin önnur mál komu fram á fundinum.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:16.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Halldór G. Ólafsson
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Anna Margret Sigurðardóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550