Miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn heimsóttu fulltrúar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál ásamt fulltrúum Byggðastofnunar Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) á Hvammstanga. Fundurinn var gagnlegur og fjallaði um margvísleg málefni sem tengjast uppbyggingu og þróun svæðisins.
Í umræðum fundarins var fjallað um nýja sóknaráætlun SSNV, víðtækt samráð sem átti sér stað við vinnu hennar, Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og verkferla í kringum hann, ásamt þeim verkefnum sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum. Einnig var rætt um áhersluverkefni sem samtökin hafa verið að vinna að og munu leggja áherslu á á næstu árum.
Stýrihópur stjórnarráðsins ber ábyrgð á því að staðfesta Sóknaráætlanir landshlutanna og áhersluverkefnin sem þeim fylgja. Áhersluverkefni SSNV byggja á Sóknaráætlun landshlutans, sem aftur byggir á áherslum frá sveitarstjórnarfulltrúum og íbúum svæðisins. Með þessu verklagi er tryggt að þróun og uppbygging á svæðinu taki mið af þörfum og framtíðarsýn íbúanna.
Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir góðan fund og góða umræðu og hlökkum til áframhaldandi samstarfs í þágu uppbyggingar og atvinnuþróunar á Norðurlandi vestra.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550