Eftir að hafa þurft að stytta vinnustofuna í byrjun sumars ákváðum við með skírskotun í niðurstöður stefnumótunarskýrslunnar að skipta seinni hlutanum í fjóra hluta þar sem þrír tækju yfir áherslurnar sem eru fyrirséðar á svæðinu og sú fjórða myndi ramma þetta inn ásamt vangaveltum um viðburði og möguleg samstarfsverkefni.
Við sjáum fyrir okkur að fólk setjist niður og búi til sína vöru, skiptist á hugmyndum, komi með spurningar og velti upp möguleikum. Við gefum okkur fyrst tíma í að "heimsækja" niðurstöður fyrri hlutans frá í júní og koma okkur í gang með þeim verkfærum, sem Hjörtur kynnti þá. Þá er gott að vera búin/-n að renna í gegnum glærurnar og/eða horfa á upptökuna frá júnístofunni. Við leggjum upp með 2,5 klst fyrir hverja vinnustofu, þannig að við getum boðið fólki að kynna, fá feedback og ræða hlutina. Þetta lítur e-n veginn svona út:
15 mín kynning
30 mín farið yfir spurningarnar (úr hugmyndasmiðjunni)
45 mín unnið með vöruþróunina - opið fyrir spurningar og aðstoð
45 mín kynning á hugmyndum og fengið feedback.
og auðvitað smá pása á milli.....
Þessi tímarammi hnikast svo örugglega eitthvað til m.t.t. þátttakendafjölda hverrar vinnustofu en við ætlum í öllu falli að renna skeiðið á þessum tveimur og hálfri klukkustund, en vonumst til að hugmyndirnar sprúðli úr okkur á þeim tíma.
Við ítrekum hvatninguna að horfa aftur á upptökuna frá fyrstu vinnustofunni og/eða glærurnar og punkta niður hjá sér svörin sín við spurningunum, sem eru lagðar fram þar varðandi hugsanlegar nýjar vörur. Við munum renna aftur í gegnum spurningarnar í byrjun hverrar vinnustofu og veita fólki tækifæri á að koma með spurningar til að átta sig á því hvernig þær eru best notaðar.
Hirti til halds og trausts á vinnustofunum, verður Inga Rós Antoníusdóttir, sem hefur mikla og góða reynslu í hakkaþonum og hugmyndasmiðjum, auk þess að vera geysilega vel inn í stafrænum lausnum í ferðaþjónustu.
Og við ætlum að byrja stundvíslega klukkan 13:00
Fimmtudaginn 5. september ÆVINTÝRAFERÐAMENNSKA
Föstudaginn 6. september ÍSLENSKI HESTURINN
Mánudaginn 9. september SÖGURNAR
Þriðjudaginn 10. september Samantekt og umræður
Vinsamlegast skráið ykkur með tölvupósti á david@ssnv.is og við sendum TEAMS-fundarboð til baka.
Munið að taka fram í hvaða vinnustofu(m) skal taka þátt.
Ferðaþjónustuaðilum, sem taka þátt í vinnustofunum, mun gefast kostur á að hitta starfsfólk frá völdum ferðaskrifstofum í Reykjavík á ferð þeirra um Norðurland vestra á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku (11. og 12. sept.) og kynna fyrir þeim vöruframboð sitt.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550