Samkvæmt nýjum reglum miðast mótframlag styrkhafa að jafnaði við 20% þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili en styrkir til svæða í eigu eða umsjón ríkisins verða veittir án kröfu um mótframlag. Mótframlag getur áfram verið í formi beinna útgjalda eða vinnuframlags.
Einnig er gerð breyting á útborgun styrkja. Styrkur greiðist út til styrkþega í samræmi við samþykkta kostnaðar-, verk- og framkvæmdaráætlun. Fyrsta greiðsla, allt að 40%, er greidd við undirritun samnings en áður en til frekari greiðslna kemur skal styrkþegi skila inn framvinduskýrslu, ásamt myndefni, fyrir hvern áfanga.
Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna, sem fyrr segir. Kappkostað verður að ljúka úthlutunarferlinu eins fljótt og unnt er. Kjósi umsækjandi að breyta umsókn sinni skal það gert í þjónustugátt Ferðamálastofu í síðasta lagi 2. febrúar nk. Vakin er athygli á að opnað verður fyrir breytingar á umsóknum í þjónustugáttinni á næstu dögum en verið er að vinna að tæknilegri útfærslu.
Sjá nánar á vef Ferðamálastofu hér
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550