Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Nýjar reglur

Samkvæmt nýjum reglum miðast mótframlag styrkhafa að jafnaði við 20% þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili en styrkir til svæða í eigu eða umsjón ríkisins verða veittir án kröfu um mótframlag.  Mótframlag getur áfram verið í formi beinna útgjalda eða vinnuframlags. 

Einnig er gerð breyting á útborgun styrkja. Styrkur greiðist út til styrkþega í samræmi við samþykkta kostnaðar-, verk- og framkvæmdaráætlun. Fyrsta greiðsla, allt að 40%, er greidd við undirritun samnings en áður en til frekari greiðslna kemur skal styrkþegi skila inn framvinduskýrslu, ásamt myndefni, fyrir hvern áfanga. 

Umsóknir sem búið er að senda inn

Þær umsóknir sem bárust í kjölfar síðustu auglýsingar (19. september 2015) halda gildi sínu og mun umfjöllun um þær byggjast á grundvelli nýju reglnanna, sem fyrr segir. Kappkostað verður að ljúka úthlutunarferlinu eins fljótt og unnt er. Kjósi umsækjandi að breyta umsókn sinni skal það gert í þjónustugátt Ferðamálastofu í síðasta lagi 2. febrúar nk. Vakin er athygli á að opnað verður fyrir breytingar á umsóknum í þjónustugáttinni á næstu dögum en verið er að vinna að tæknilegri útfærslu.

Sjá nánar á vef Ferðamálastofu hér