Í tengslum við vinnu við gerð nýrra sóknaráætlunarsamninga við landshlutana hefur samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið látið vinna úttekt á framkvæmd yfirstandandi áætlunar. Ráðgjafafyrirtækið Evris vann úttektina. Sendar voru út spurningakannanir til framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna, samráðsvettvönngum sóknaráætlana í landshlutunum og kjörna fulltrúa. Auk þessa skoðaði ráðgjafafyrirtækið vinnulag landshlutasamtaka og heimasíður þeirra.
Í úttektinni kemur fram að almennt séð hafi framkvæmd áætlananna tekist vel. Þrátt fyrir það er bent á atriði sem betur má fara sem eðlilegt er. Mikilvægt er fyrir samningsaðila að hafa þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni við gerð nýrra samninga og mótun nýrra sóknaráætlana. Vinna við gerð sóknaráætlana er hafin hjá flestum landshlutasamtökum og mun standa yfir á þessu ári. Á Norðurlandi vestra hefur KPMG hafið undirbúning að vinnunni og mun innan skamms verða gefin út verkáætlun og tímalína fyrir verkefnið.
Skýrslu Evris er að finna á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550