Í síðustu viku voru sex ný fræðslumyndbönd birt á youtube rás SSNV. Með það að markmiði að koma boðskapnum til sem flestra er nú hægt að skoða myndböndin með bæði íslenskum og enskum texta, og í vinnslu eru skjátextar á pólsku og arabísku. Til þess að skipta á milli tungumála þarf að smella á tannhjólið í hnappastiku viðkomandi myndbands.
Upplýsingamyndböndin eru ætluð fyrir þá sem ganga með hugmynd í maganum, vilja sækja um styrki, eru að velta fyrir sér rekstarformum fyrirtækja, vilja gera viðskiptaáætlun eða koma sínum rekstri á framfæri og um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Myndböndunum er ætlað að koma fólki á sporið í sinni vegferð og draga saman það helsta sem þarf að hyggja að. Þau voru útbúin af landshlutasamtökunum undir forystu Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og í samstarfi við Byggðastofnun.
Atvinnuráðgjafar SSNV eru sem fyrr tilbúnir til að veita stuðning og ráðgjöf til frumkvöðla og þeirra sem ganga með hugmynd í maganum. Hafðu samband og bókaðu tíma.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550