Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í verkefninu Forvarnaráætlun Norðurlands vestra og þökkum við fyrir ánægjulegt samstarf. Sérstakar þakkir fær Berglind Hlín Baldursdóttir verkefnastjóri fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf við vinnslu verkefnisins.
Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaráætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem stuðla myndi að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu. Auk þess að styðja við farsæld barna styður áætlunin einnig sveitarfélögin á innleiðingu annarra verkefna t.d. Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, barnasáttmála og heilsueflandi samfélög.
Forvarnir eru til alls fyrst. Áætlunin gildir fyrir öll börn á leik/grunn og framhaldsskóla aldri á svæðinu og er öllum aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Skólastjórnendur vera ábyrgð á að vinna sína forvarnaráætlun út frá hinni sameignlegu og haga vinnu samkvæmt henni. Skólarnir geta þá bætt við sínar áætlanir eftir þörfum.
Styrkur upp á 4 milljónir kom frá Sprotasjóði Rannís veturinn 2024 til að verkefnið gæti orðið að veruleika. Að verkefninu komu fræðslustjórar og forvarnafulltrúar á öllu Norðurlandi vestra. Allir stjórnendur skólanna, starfsmenn, kennarar, foreldrar, SSNV, lögreglan og heilsugæslan.
Nemendur fengu svo tækifæri til að taka þátt í gegnum forvarnateymi svæðanna, nemendaráð skólanna, kannanir, þátttökuleiki og instagramsíðu verkefnisins. Einnig var kallað eftir skoðunum foreldra.
Afurð verkefnisins er heimasíða sem vistuð er á heimasíðu sveitarfélagsins Skagastrandar. Þar geta foreldrar, kennarar og starfsmenn bæði prentað út áætlun síns árgangs eða sótt word skjal sem þeir geta breytt og bætt eftir þörfum. Einnig var stofnaður Instagram aðgangur fyrir síðu verkefnisins.
Það er von okkar að allir geti nýtt sér áætlunina, aðlagað hana að sínum stofnunum og nýtt það sem í henni er.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550