Forstöðumaður framkvæmda - Sveitarfélagið Skagafjörður

Veitu- og framkvæmdasvið óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf forstöðumanns framkvæmda. Um nýtt starf er að ræða sem heyrir beint undir sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Forstöðumaður mun hafa umsjón með nýframkvæmdum, gatnagerð og stærri viðhaldsframkvæmdum ásamt því að hafa yfirumsjón með fráveitum í sveitarfélaginu. Forstöðumaður er millistjórnandi og mun garðyrkjudeild, þjónustumiðstöð, eignasjóður og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi heyra undir hann. Um 100% starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með framkvæmdum og viðhaldi á eignum sveitarfélagsins, m.a. fasteignum, fráveitu og gatnakerfi í samráði við sviðsstjóra.
  • Upplýsingaöflun og miðlun, ráðgjöf, skýrslugerð og úttektir.
  • Uppbygging á upplýsingakerfum og gagnagrunnum sveitarfélagsins.
  • Eftirfylgni fjárhagsáætlana.
  • Uppgjör verka og samþykkt reikninga.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í verk-, bygginga- eða tæknifræði.
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi eða víðtæk stjórnunar- og/eða rekstrar reynsla.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu.
  • Reynsla af fráveitu og verklegum framkvæmdum.
  • Reynsla á sviði reksturs og mannaforráða.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Frumkvæði, sjálfstæði, fagmennska, skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér tækninýjungar.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
  • Almenn ökuréttindi.
  • Hreint sakavottorð.
 

Nánari upplýsingar hér.