Kristín Guðmundsdóttir vildi ekki líta um öxl og sjá eftir því að hafa ekki stokkið þegar henni og Þorvaldi eiginmanni hennar bauðst að kaupa niðurnídd gróðurhús á Laugarbakka og hefja þar ylrækt. Auk þess litar Kristín garn undir merkjum Vatnsnes Yarn auk þess að hanna og smíða vefsíður undir merkjum dóttir vefhönnun. Kristín segir okkur frá öllu því sem hún er að sýsla og hver draumurinn er með ræktunina í Skrúðvangi.
Þátturinn er hér
Í bílskúr á Sauðárkróki hefur Magnús Freyr Gíslason komið sér upp verkstæði þar sem hann framleiðir húsgögn eftir eigin hönnun undir merkinu "Gagn". Sannkölluð listasmíð, sem þegar hefur vakið athygli hér á landi og erlendis. Hlustið á Magnús segja frá hvernig hann sneri aftur á Norðurlandi vestra og endalausu leitina að fullkomna stólnum.
Þátturinn er hér
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550