Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Í þættinum er spjallað við fólk sem er að gera áhugaverða hluti í landshlutanum. Að þessu sinni var rætt við Lindu Fanney Valgeirsdóttur, framkvæmdastýru nýsköpunarfyrirtækisins Alor. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér á podbean og helstu hlaðvarpsveitum.
Linda Fanney er uppalin á bænum Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði og er dóttir Valgeirs Þorvaldssonar sem er einn af stofnendum Alor. Alor var stofnað árið 2020 með þeim tilgangi að þróa umhverfisvænar álrafhlöður. Frá stofnun fyrirtækisins hafði Linda mikinn áhuga á því sem þar var að gerast og fór svo að hún varð framkvæmdastýra Alor haustið 2021.
Í þættinum segir Linda Fanney nánar frá rafhlöðunum sem Alor eru að þróa og hvernig þær geta verið liður í að minnka neikvæð umhverfisáhrif frá rafhlöðuframleiðslu á heimsvísu og hvernig þau geta verið liður í lausninni að geyma raforku. Einnig segir hún frá því hvernig er að alast upp og hringsnúast í frumkvöðlaumhverfinu.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550