Fjölgun íbúa á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá hefur birt nýjustu tölur yfir íbúafjölda í sveitarfélögum. Lítilsháttar fjölgun hefur verið í öllum landshlutum nema Vestfjörðum síðan 1. des 2018.

 

Á Norðurlandi vestra hefur íbúum fjölgað um 82 á þessum tímabili, úr 7227 í 7309.  Fjölgar í öllum sveitarfélögunum í landshlutanum nema einu. Í Skagafirði fjölgar um 34 íbúa, í Húnaþingi vestra um 20 íbúa, á Blönduósi um 7, á Skagaströnd um 8, í Skagabyggð um 9 og í Húnavatnshreppi um 5 íbúa. Í Akrahreppi fækkar um 1 íbúa frá því 1. desember 2018.

 

Þegar horft er til alls landsins þá fjölgaði íbúum í Skagabyggð hlutfallslega mest, eða um 10,2%.

 

Ánægjulegt er að sjá að fjölgun íbúa á Norðurlandi vestra er 0,1% hærri en fjölgun íbúa á  landinu öllu 1. desember 2018. Á landinu öllu er fjölgunin 1% en er á sama tímabili 1,1% á Norðurlandi vestra. 

 

Sundurliðun á íbúafjölda eftir sveitarfélögum er að finna hér: https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2019/07/01/Ibuafjoldi-eftir-sveitarfelogum/