Fjöldi umsókna um starf verkefnisstjóra Sóknaráætlunar Norðurlands vestra

Á dögunum var auglýst laust til umsóknar starf verkefnisstjóra Sóknaráætlunar Norðurlands vestra með megin starfsstöð á Skagaströnd auk fastrar vikulegrar viðveru á Blönduósi. Umsóknarfrestur rann út 30. júní. Alls bárust 19 umsóknir um stöðuna og ánægjulegt að sjá þennan mikla áhuga á því að starfa í þágu uppbyggingar Norðurlands vestra.

 

Úrvinnsla umsókna stendur nú yfir en búast má við að gengið verði frá ráðningu fyrir júlí lok.