Ferðaþjónustan, ráðherra ferðamála og þingmenn NV funda á Blönduósi

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Markaðsstofa Norðurlands (MN) standa fyrir opnum fundi og bjóða þingmönnum Norðurlands vestra til samtals um uppbyggingu, ástand og horfur í ferðaþjónustu á svæðinu. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 1. október á veitingastaðnum Teni, Húnabraut 4 á Blönduósi, og stendur á milli kl. 16 og 18. meðfylgjandi er hlekkur Skráning á fundinn!  SAF og MN hvetja leika og lærða til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um ferðaþjónustu í sínu nærsamfélagi.

 

Dagskráin hefst á ávarpi Lilju Daggar Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, erindi á fundinum flytja þau Pétur Óskarsson, formaður SAF, fjallar um ferðaþjónustu á Íslandi heilt yfir og hvernig atvinnugreinin hefur þróast á Norðurlandi vestra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN, fer yfir verkefni Markaðsstofunnar og uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu, tækifæri og áskoranir. Að þessu loku taka við pallborðsumræður sem þingmenn þriggja flokka á Norðurlandi vestra taka þátt í þeir Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.

 

Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF, stýrir fundinum, Pétur og Arnheiður leiða pallborðsumræður og opið samtal að erindum þeirra loknum.