SSNV er þátttakandi í norðurslóðaverkefninu GLOW 2.0 um nýtingu myrkurs og myrkurgæða í ferðaþjónustu á norðurslóðum. Nú er röðin komin að okkur að taka á móti kollegum okkar frá Írlandi, Noregi og Finnlandi á verkefnafundi á Norðurlandi vestra og við það tækifæri efnum við til opins málþings þar sem ýmislegt þessu tengt verður reifað.
Við hlökkum til að heyra í áhugaverðum fyrirlesurum, sem hafa ýmislegt fram að færa í þessum efnum, enda búnir að “rýna í myrkrið” áður en var farið að tengja það við ferðaþjónustu hér á landi. Það er gaman að segja frá því að aðilar hér á svæðinu eru farnir að þróa myrkurstengda afþreyingu og munu okkar erlendu gestir fá smjörþef af því í heimsókn sinni.
Málþingið, sem fer fram á ensku, verður haldið þriðjudaginn 8. október kl. 13:00 - 16:00 í Krúttinu á Blönduósi, en einnig verður hægt að fylgjast með í streymi, nauðsynlegt er að skrá sig til þess að fá sendan steymis hlekk.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550