SSNV auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2024. Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“
Áhersluverkefni eru ekki beinir verkefnastyrkir heldur er um að ræða verkefni sem unnin eru af SSNV eða öðrum þeim sem SSNV felur framkvæmd þeirra.
Dæmi um fyrri áhersluverkefni eru t.d.:
Hér er er að finna yfirlit yfir fyrri áhersluverkefni.
Áhersluverkefni skulu eins og fram kemur í samningi um sóknaráætlanir hafa skýra mælikvarða og vera samþykkt af stjórn SSNV. Stjórn leggur mat á verkefnin og áskilur sér rétt til að gera breytingar á innsendum hugmyndum, þ.m.t. sameina sambærileg verkefni, samþykkja verkefni að hluta sem og í heild eða hafna öllum hugmyndum. Einnig þurfa verkefnin að hljóta staðfestingu stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál.
Ertu með hugmynd að verkefni sem:
Þá hvetjum við þig til að senda inn hugmynd þar sem fram kemur lýsing á verkefninu ásamt mögulegri framkvæmd þess.
Hugmyndir skulu sendar í gegnum rafrænt form fyrir 1. desember 2023. Ekki er tekið við hugmyndum eftir öðrum leiðum eða eftir þann tíma.
Gert er ráð fyrir að ákvörðun um áhersluverkefni liggi fyrir í janúar 2024.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550