Er fyrirtækið þitt á tímamótum eða á byrjunarstigi?

Er fyrirtækið þitt á tímamótum eða á byrjunarstigi?

Ertu að íhuga að taka stóra ákvörðun varðandi reksturinn?

Ertu að íhuga að taka skref í átt að meiri sjálfbærni?

Ef svarið við einhverri af þessum spurningum er já, þá gæti stefnumótunaraðferð Target Circular fyrir frumkvöðla verið fyrir þig. Skráning er þátttakendum að kostnaðarlausu. Aðferðin stuðlar að stefnumótunarhugsun, að staðfesta réttar forsendur og að auka færni í ákvörðunartöku með nýjum og árangursríkum aðferðum sem nýlega hafa verið sannaðar til að auka árangur frumkvöðla.

Við höfum áhuga á umsóknum frá öllum fyrirtækjum sem eru í starfsemi eða að fara af stað, og sérstaklega þeim sem hafa áhuga á sjálfbærni.

Námskeiðið hefst 18. september 2024 og mun samanstanda af sex fundum.

 

Drög að dagskrá

Miðvikudagur 18. september kl. 10:00 - 14:00 - Staðfundur - Inngangur, markmiðasetning og stefnumótun.

Miðvikudagur 25. september kl. 10:00 - 11:30 - Teams - Kynning á stefnumótunarkorti.

Miðvikudagur 2. október kl. 10:00 - 11:30 - Teams - Staðfesting lykilforsendna, rannsóknaraðferðir og rannsóknaráætlun.

Miðvikudagur 9. október kl. 10:00 - 11:30 - Teams - Kynning á framvindu og lykilforsendum

Miðvikudagur 16. október kl. 10:00 - 11:30 Teams 

Miðvikudagur 23. október kl. 10:00 - 12:00 Staðfundur 

 

Skráning hér.

 

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnisstjóra SSNV, á netfangið sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 419-4551.

 

Target Circular er samstarfsverkefni írskra, norskra, finnskra, sænskra og íslenskra aðila sem snýst um að styrkja rekstrarforsendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja, ekki síst þeirra sem vilja leggja áherslu á sjálfbærni, nýta tækifæri til eflingar á stoðþjónustu við þau og nýta nýjustu þekkingu til að fjölga störfum og stuðla að vexti og samkeppnishæfni þeirra. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun og er ætlað m.a. að þjálfa frumkvöðla og/eða fyrirtæki í að hugsa vörur sínar og þjónustu eins og vísindamenn; að leggja fram tilgátu og prófa áður en farið er af stað. Það gefur þeim tækifæri á að lágmarka áhættu fjárfestinga.