Einföldun á regluverki smávirkjana

Ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur skrifað undir reglugerð sem ætlað er að bæta rekstrarumhverfi smávirkjana. Reglugerðin er hluti af tillögum starfshóps sem ráðherra orkumála skipaði árið 2020 með það að markmiði að bæta starfsumhverfi smávirkjana, með sérstakri áherslu á gjaldtöku vegna tenginga þeirra við dreifikerfi raforku.

 

Á árabilinu 2017-2021 var lögð áhersla á uppbyggingu smávirkjana á Norðurlandi vestra með áhersluverkefni sóknaráætlaunar. Tilgangur verkefnisins var að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Á þessu árabili var varið tæplega 15 milljónum til verkefnisins sem að mestu leiti runnu til athugana á smávirkjanakostum í landshlutanum. Allar upplýsingar um verkefnið eru aðgengilegar hér

 

Eitt af því sem áhugasamir smávirkjanabændur hafa rekið sig á er flókið regluverk og því er ánægjulegt að sjá að stjórnvöld hafa brugðist við og einfaldað ferlið. 

 

Nánari upplýsingar um reglugerðina er að finna á heimasíðu ráðuneytisins.