Umsjónaraðil TextílLabs Textílmiðstöðvar Íslands

Textílmiðstöðin leitar að umsjónaraðila í 100% starf til að sjá um að TextílLabið, með það að markmiði að það nái að vera í fararbroddi í nýsköpun og þróun textíls á Íslandi. Textílmiðstöð Íslands opnaði fyrsta TextílLab á Íslandi árið 2021. Það er rými útbúið fjölbreyttum stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu. TextílLab er opið öllum og býður upp á frábæra aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi og mun umsjónarmaður taka þátt í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum. Viðkomandi þarf fyrst og fremst að hafa brennandi áhuga á nýsköpun, textíl, tækni og umhverfismálum. Margvísleg tækni menntun nýtist í starfinu svo sem textílverkfræði, iðnfræði, rafeindavirkjun og verkfræði svo eitthvað sé talið.

 

Hæfniskröfur:

Menntun og áhugi á tækni og tækninýjungum

Áhugi á nýsköpun í textíl og umhverfismálum

Samskiptafærni

Dugnaður við að kynna sér og afla sér nýrrar þekkingar

Gerð er krafa um búsetu á svæðinu því að starfið krefst mikillar viðveru.

 

 
Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón með tækjakosti, kennsla á tæki og aðstoð við nemendur og frumkvöðla 

 

 
Menntunar- og hæfniskröfur

Viðkomandi þarf fyrst og fremst að hafa brennandi áhuga á nýsköpun, textíl, tækni og umhverfismálum. Margvísleg tækni menntun nýtist í starfinu svo sem textílverkfræði, iðnfræði, rafeindavirkjun og verkfræði svo eitthvað sé talið.

 

 
Fríðindi í starfi

Tækifæri til að taka þátt í nýsköpun og þróun, sveigjanlegur vinnutími.

 

Nánar um starfið