Spennandi starf sviðsstjóra laust til umsóknar hjá Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi leiðtoga til að leiða umhverfis-, veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis- og hreinlætismál, umsjón með fasteignum í eigu þess ásamt reksturs þjónustumiðstöðvar. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og situr í framkvæmdaráði sveitarfélagsins.
Um fullt starf er að ræða með starfsstöð í ráðhúsi Húnaþings vestra á Hvammstanga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón og ábyrgð á fjármálum og rekstri sviðsins, þ.m.t. gerð fjárhagsáætlunar og starfsmannahald.
  • Stefnumótun og áætlanagerð fyrir málaflokka sviðsins í samstarfi við yfirstjórn.
  • Ábyrgð á rekstri veitukerfa sveitarfélagsins, s.s. vatns-, frá-, og hitaveitu.
  • Ábyrgð á umhverfis-, hreinlætis- og úrgangsmálum sveitarfélagsins.
  • Ábyrgð á rekstri hafnar og þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins.
  • Umsjón með undirbúningi útboða og verðfyrirspurna í tengslum við verklegar framkvæmdir.
  • Ábyrgð á verkefnastjórnun ný- og viðhaldsframkvæmda sveitarfélagsins ásamt kostnaðareftirliti.
  • Seta í framkvæmdaráði Húnaþings vestra.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í verk-, bygginga- eða tæknifræði eða meistararéttindi í iðngrein sem tengist störfum sviðsins. Framhaldsmenntun er kostur.
  • Víðtæk og farsæl reynsla af rekstri, stjórnun, verkefnastjórnun og verkstjórn.
  • Reynsla af áætlanagerð, samningagerð og kostnaðareftirliti.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Reynsla og þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga og lögum og reglugerðum sem varða starfsemi sviðsins er æskileg.
  • Reynsla af rekstri dreifikerfa veitna og verklegra framkvæmda er æskileg.
  • Leiðtogahæfni og reynsla af breytingastjórnun.
  • Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði, skipulagshæfni, árvekni og nákvæmni í störfum.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýjungar.

Hér geti þið lesið nánar um starfið.