Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða í stöðu ráðgjafarþroskaþjálfa á fjölskyldusviði. Um 50-100% starfshlutfall er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Meginstarf ráðgjafa er að veita faglega ráðgjöf til fullorðinna, foreldra og fagfólks innan sveitarfélagsins. Uppeldi, líðan og velferð barna, fullorðinna og fjölskyldna eru meginstef starfsins og er það hlutverk ráðgjafa að tryggja gæði þjónustu með það að leiðarljósi að mæta megi hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur. Gert er ráð fyrir að ráðgjafi sé fær um að veita markvissa einstaklingsbundna þjónustu sem og sérhæfðan stuðning með það að markmiði að tryggja farsæld barna og sérhæfðan stuðning til fullorðinna. Málstjórn í samþættum málum er hluti af starfinu og stjórnun og/eða þátttaka í stuðningsteymum í þjónustu í þágu farsældar barna. Ráðgjafi starfar náið með öðrum stofnunum sveitarfélagsins og sérfræðingum fjölskyldusviðs.
Menntunarkröfur:
Hæfniskröfur:
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550