Skagafjörður óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Sauðárkrókur - Fullt starf
Umsóknarfrestur: 30.01.2023

Skagafjörður óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

 

Í Skagafirði búa rúmlega 4.300 manns þar sem lögð er áhersla á fjölskylduvænt og heilsueflandi samfélag með öflugu fræðslustarfi og góðri frístunda- og velferðaþjónustu. Skagafjörður er framsækið sveitarfélag þar sem atvinnumöguleikar eru miklir og þjónusta mjög góð. Íþrótta- og tómstundalíf er með miklum blóma sem og menning og önnur afþreying.

 

Fjölskyldusvið Skagafjarðar samanstendur af þremur meginstoðum sem starfa samþætt; félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu, ásamt öflugri stoðþjónustu sérfræðinga sem vinna þvert á sviðið. Á fjölskyldusviði starfa tæplega 400 manns á um 40 starfsstöðvum víðs vegar um sveitarfélagið og teygir starfsemin sig um allt Norðurland vestra. Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, sem og leiðandi í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.

 

Sviðsstjóri veitir sviðinu faglega og stjórnunarlega forystu og starfar í samræmi við stefnu sveitarfélagsins ásamt lögum og reglugerðum sem varða starfsemina. Sviðsstjóri er stjórnendum til ráðgjafar og stuðnings í verkefnum og ákvörðunum sem þeir fást við. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með öllu faglegu starfi og rekstri fjölskyldusviðs og starfar náið með sveitarstjóra og öðrum sviðsstjórum

 

 

Helstu verkefni:

  • Umsjón með starfs- og fjárhagsáætlunum á sviðinu.
  • Yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi á sviðinu og samræmingu og samþættingu á milli eininga.
  • Umsjón með starfsemi nefnda og ráða á fjölskyldusviði.
  • Ráðgjöf og stuðningur til annarra stjórnenda á sviðinu í störfum þeirra og stjórnun.
  • Samskipti við fagnefndir og hagsmunaaðila.
  • Þátttaka í stefnumótun og nýsköpunarverkefnum þvert á fagsvið sveitarfélagsins.
  • Stuðlar að úrbótaverkefnum í öllum þáttum starfsemi sviðsins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Meistaragráða sem tengist starfsvettvangi sviðsins er kostur.
  • Góð fagþekking á málefnum sviðsins.
  • Farsæl rekstrar- og stjórnunarreynsla er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er skilyrði.
  • Reynsla af straumlínustjórnun og samþættingu verkefna er kostur.
  • Skýr sýn á leiðir til að styrkja skólaumhverfi, frístundaþjónustu og velferðarmál í sveitarfélaginu.
  • Þekking og reynsla af snemmtækum stuðningi og samþættingu þjónustu er kostur.
  • Leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Metnaður til að ná árangri í starfinu.

 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

 

Nánari upplýsingar veita:

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri, sigfus@skagafjordur.is, 455-6000

Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, geirlaug@hagvangur.is, 520-4700.

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Prófskírteini og greinargóð ferilskrá fylgi umsókn ásamt stuttu kynningarbréfi þar fram kemur af hverju sótt er um starfið og hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til þess.

Sækja um starf hér

 

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2023