Sérfræðingur í vefnaði hjá Textílmiðstöð Íslands

Textílmiðstöð Íslands leitar að vefara sem hefur víðtækan áhuga á vefnaði, jafnt hefðbundnum sem starfrænum. Viðkomandi þarf að kunna hefðbundinn vefnað og hafa áhuga á stafrænum vefnaði, sem honum gefst tækifæri til að læra, en í TextílLabi Textílmiðstöðvarinnar eru tveir stafrænir vefstólar.

Starfið er mjög fjölbreytt og viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum s.s. setja upp í vefstól, miðla sinni kunnáttu, taka þátt í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum og læra nýja hluti.

 

Hæfniskröfur:

Menntun á sviði textíls

Þekking og reynsla á hefðbundnum vefnaði

Samskiptafærni

Dugnaður við að kynna sér og afla sér nýrrar þekkingar

Áhugi á stafrænni tækni

 

Starfið er hlutastarf, sveigjanlegur vinnutími en mikilvægt að hafa í huga að álagið er mest í byrjun mánaða.

Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2025.

Nánar um starfið