Sérfræðingur á sviði matvælaöryggis og/eða dýravelferðar hjá MAST

Viltu taka þátt í að tryggja velferð dýra og standa vörð um matvælaöryggi á Íslandi?

Matvælastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf á sviði matvælaöryggis og/eða velferðar og aðbúnaðar dýra í Norðvestur­umdæmi. Um 100% starf er að ræða en lægra starfshlutfall kemur til greina. Starfið heyrir undir héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda og málleysingja. Megináhersla er lögð á starfsánægju og samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.

Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Gildi Matvælastofnunar eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með velferð dýra felur meðal annars í sér reglubundið eftirlit með búfjárhaldi, móttöku og úrvinnslu tilkynninga sem varða dýravelferð og eftirliti með skráningum í gagnagrunna um dýrahald ásamt öðrum eftirlitsverkefnum.
  • Eftirlit með matvælaöryggi felur í sér eftirlit með matvælavinnslum, svo sem mjólkurvinnslum, kjötvinnslum, fiskvinnslum og í fiskiskipum.
  • Að auki getur verið um að ræða eftirlit með fóðri, áburði og aukaafurðum dýra.
  • Starfið krefst ferðalaga um Norðvesturland.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Búvísinda- eða búfræðimenntun, matvælafræði, mjólkurtæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af búfjárhaldi og umgengni við búfé af öllum tegundum æskileg
  • Haldbær þekking og reynsla af vinnu við vinnslu matvæla æskileg
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Reynsla af opinberu eftirliti æskileg
  • Þekking á HACCP aðferðafræðinni æskileg
  • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Vilji / hæfni til að starfa í teymi
  • Góð framkoma og lipurð í samskiptum
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku
  • Bílpróf er skilyrði

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér