Leikskólinn Ársalir og Leikskólinn Birkilundur óska eftir leikskólakennurum

Leikskólinn Ársalir

Leikskólinn Ársalir óskar eftir að ráða í nokkrar stöður leikskólakennara. Ef ekki berast umsóknir frá einstaklingum sem uppfylla menntunarkröfur verður skoðað að ráða leiðbeinendur. Um nokkrar stöður er að ræða í 100% starfshlutfalli og eina í 50% starfshlutfalli. Bæði er um tímabundna stöður að ræða sem og framtíðarstörf. Best væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

 

Leikskólinn Ársalir er 11 deilda leikskóli með starfsstöðvar á tveimur stöðum á Sauðárkróki. Í leikskólanum eru tæplega 200 börn og þar starfa um 70 manns, sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af vinnu með börnum. Einkunnarrorð leikskólans eru: Vinátta - Virðing - Vellíðan. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðunni www.arsalir.leikskolinn.is.

 

Helstu verkefni eru:

  • Vinna að uppeldi og menntun barna.
  • Fylgjast vel með velferð þeirra og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Taka þátt í gerð skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinna í nánu samstarfsi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sitja fundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaranám og leyfisbréf til kennslu.  
  • Óskað er eftir jákvæðum, sjálfstæðum, ábyrgum og sveigjanlegum einstaklingum.
  • Afar mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum.
  • Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að leita og nýta tækifærin sem gefast við mótun skólans með skólaþróun að leiðarljósi.
  • Reynsla af starfi í leikskóla er kostur.
  • Umsækjandi þarf að hafa gott vald á íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli og geta átt samskipti á íslensku við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.
  • Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
  • Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér áherslur skólans og séu tilbúnir að vinna eftir þeim.
  • Hreint sakavottorð skv. lögum um leikskóla

Nánar um starfið

 

Leikskólinn Birkilundur

Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð óskar eftir að ráða leikskólakennara í tímabundið afleysingastarf (100%) t.o.m. 4. júlí 2025, með möguleika á áframhaldandi starfi. Ef ekki berast umsóknir frá einstaklingum sem uppfylla menntunarkröfur verður skoðað að ráða leiðbeinendur.

 

Í Birkilundi er lögð áhersla á málörvun og félagsfærni. Birkilundur er í samstarfsverkefni með Varmahlíðarskóla þar sem áhersla er lögð á félagsleg samskipti. Í leikskólanum Birkilundi eru þrjár deildir fyrir börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn er starfræktur í tveimur húsum.

 

Helstu verkefni eru:

  • Vinna að uppeldi og menntun barna.
  • Fylgjast vel með velferð þeirra og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sitja fundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaranám og leyfisbréf til kennslu.
  • Reynsla af starfi í leikskóla er kostur.
  • Óskað er eftir jákvæðum, sjálfstæðum, ábyrgum og sveigjanlegum einstaklingum.
  • Afar mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum.
  • Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að leita og nýta tækifærin sem gefast við mótun skólans með skólaþróun að leiðarljósi.
  • Umsækjandi þarf að hafa gott vald á íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli og geta átt samskipti á íslensku við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.
  • Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
  • Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér áherslur skólans og séu tilbúnir að vinna eftir þeim.
  • Hreint sakavottorð skv. lögum um leikskóla.

Nánar um starfið