Húnaþing vestra auglýsir eftir verkefnisstjóra umhverfismála

Húnaþing vestra leitar að drífandi einstaklingi til að sinna fjölbreyttu starfi verkefnisstjóra umhverfismála á umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviði Húnaþings vestra með megin starfsstöð í Ráðhúsi sveitarfélagsins á Hvammstanga. Verkefnisstjóri ber ábyrgð á útliti og ásýnd sveitarfélagsins með verkefnum sem lúta að grænum svæðum, leikvöllum, íþróttavöllum og lóðum stofnana sveitarfélagsins. Hann stýrir vinnuskóla sveitarfélagsins og tekur þátt í innleiðingu heimsmarkmiða, heilsueflandi samfélags og barnvæns sveitarfélags. Hann tekur þátt í áætlanagerð er tengist þróun og skipulagi sveitarfélagsins, m.a. með styrkumsóknum og framkvæmd verkefna sem styrkir fást til. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs og vinnur verkefnisstjóri ýmis verkefni önnur sem sviðsstjóri felur honum.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning, umsjón og eftirlit með grænum svæðum ásamt leikvöllum, íþróttavöllum og lóðum stofnana sveitarfélagsins og ásýnd þess.
  • Ábyrgð og umsjón með vinnuskóla og sláttuhóp, ráðning starfsmanna, þjálfun, verkstjórn o.s.frv.
  • Umsjón með gerð og innleiðingu umhverfis- og loftslagsstefnu og innleiðingu Grænna skrefa. Í stofnunum sveitarfélagsins.
  • Umsjón með umhverfisviðurkenningum. 
  • Þátttaka í innleiðingu heimsmarkmiða, heilsueflandi samfélags og barnvæns sveitarfélags.
  • Þátttaka í áætlanagerð er tengist þróun og skipulagi sveitarfélagsins, einkum með tilliti til útivistar og grænna svæða. 
  • Gerð umsókna um styrki til þróunar og eflingu sveitarfélagsins og framkvæmd verkefna sem styrkir fást til.
  • Gerð fjárhagsáætlana fyrir ofangreint í samvinnu við sviðsstjóra. Ber fjárhagslega ábyrgð á sínum málaflokkum.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem sviðsstjóri felur verkefnisstjóra, svo sem skýrslugerð, skjalavinnsla o.s.frv.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun er kostur.
  • Leiðtogahæfni, hæfni til að hafa yfirsýn og rík þjónustulund.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Framúrskarandi hæfni til og reynsla af því að taka þátt teymisvinnu.
  • Sjálfstæði, skipulagshæfni, árvekni og nákvæmni í störfum.
  • Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýjungar.
  • Reynsla af gerð styrksumsókna er kostur.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og áætlunargerð er kostur.
  • Reynsla af verkstjórn og af störfum með ungu fólki er kostur.
  • Þekking og reynsla af umhverfis- og loftslagsmálum er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð og óflekkað mannorð.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.