Húnabyggð óskar eftir fjármálastjóra!

Sveitarfélagið Húnabyggð óskar eftir að ráða fjármálastjóra í sveitarfélag í mikilli sókn. Húnabyggð er ungt sveitarfélag sem varð til við sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og nýlega gekk í gegn sameining milli Húnabyggðar og Skagabyggðar. Mikil þróun og endurskipulagning er í gangi í starfsemi sveitarfélagsins og fram undan er krefjandi vinna við að endurhanna verkferla sem snúa að fjármálum.

Fjármálastjóri er hluti af stjórnendateymi Húnabyggðar og tekur virkan þátt í stefnumótun og gerð framtíðarsýnar Húnabyggðar sem er í sífelldri þróun. Fjármálastjóri er einn af staðgenglum sveitarstjóra og starfsstöðin er á Blönduósi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á fjármálastjórnun og fjárstýringu sveitarfélagsins
  • Ábyrgð á fjárhagsáætlanagerð fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess
  • Ábyrgð á virku kostnaðareftirliti, reikningshaldi, mánaðarlegu uppgjöri og ársreikningagerð
  • Yfirumsjón með bókhaldi, reikningagerð og innheimtu
  • Að leiða endurhönnun fjármálaferla og sjálfvirknivæðingu
  • Ábyrgð á launavinnslu, umsjón og eftirlit með kjarasamningum o.s.frv.
  • Samningagerð og hagsmunagæsla fyrir hönd sveitarfélagsins bæði við opinbera aðila og einkaaðila
  • Ráðgjöf við sveitarstjórn og nefndir um mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegu námi
  • Framhaldsmenntun á sviði fjármála- og/eða endurskoðunar æskileg
  • Þekking og reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð
  • Hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
  • Þekking og reynsla af notkun stafrænna lausna og sjálfvirkni í fjármálastjórnun
  • Þekking og reynsla af samningagerð
  • Sjálfstæði í starfi, nákvæm og öguð vinnubrögð
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði, sveigjanleiki og drifkraftur
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni og áhugi á að vinna í teymum
  • Þekking á málefnum sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Reynsla af breytingastjórnun og stöðugum umbótum 
  • Góð færni í íslensku og ensku, færni til að setja fram mál í ræðu og riti

 

Lesið nánar um starfið hér.