Hugbúnaðarsérfræðingur í Business Central
Advania leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingum sem langar að forrita og vinna í Microsoft Dynamics Business Central (NAV) og LS Retail.
Í boði er eitt mest spennandi starfsumhverfi á Íslandi, með skemmtilegum hópi fólks sem í dag er að þjónusta viðskiptavini á Íslandi sem og á norðurlöndum og í Bretlandi. Við leitum að einstaklingum með brennandi áhuga fyrir umbreytingum fyrirtækja sem og að taka þátt í að móta nýja skýja- og viðskiptalausna vegferð. Við lofum á móti frábæru vinnuumhverfi hjá fyrirtæki sem er að vaxa hratt og leggur metnað sinn í að þjónusta viðskiptavini sína framúrskarandi vel.
Við þurfum að bæta við okkar öfluga og skemmtilega hóp og leitum þess vegna að fólki sem hefur sömu ástríðu og við. Ef þú hefur reynslu á þessum sviðum, þá viljum við endilega heyra í þér, sama hvar þú býrð eða hvaða kröfur þú gerir til blandaðs vinnuumhverfis. Við tökum tillit til þinna þarfa.
Almennar hæfniskröfur
Þekking og reynsla
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550