Erum við að leita af þér?

SSNV leita að öflugum verkefnastjóra sem hefur áhuga og ástríðu fyrir uppbyggingu samfélags á Norðurlandi vestra. Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, sýnir frumkvæði og hefur góða hæfileika í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni & hæfni

  • Umsjón með Sóknaráætlun landshlutans og þar undir uppbyggingarsjóð.
  • Samskipti við styrkþega, upplýsingamiðlun og önnur umsýsla.
  • Almenn atvinnuráðgjöf og samskipti við hagaðila.
  • Jákvætt viðmót og menntun sem nýtist í starfi.
  • Haldbær þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
  • Almenn góð tölvukunnátta.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 23.02. 2023. Ferliskrá ásamt kynningarbréfi sendist ssnv@ssnv.is

Ráðningin er vegna orlofa og er tímabundin til að byrja með. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV á netfangið katrin@ssnv.is