Arion banki leitar að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi til að leiða hóp starfsfólks í útibúinu á Sauðárkróki. Viðkomandi heyrir beint undir svæðisstjóra einstaklinga á Norður- og Austurlandi og ber ábyrgð á daglegri stjórnun teymis sem sinnir þjónustu við einstaklinga, ásamt því að vera hluti af stjórnendateymi viðskiptabankasviðs.
Starfið gerir kröfu um að viðkomandi hafi brennandi áhuga á framúrskarandi þjónustu, sé metnaðarfullur og sýni árangurs- og söludrifni í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á þjónustu- og sölustjórnun og viðskiptatengslum
- Leiðir teymi þjónustu- og fjármálaráðgjafa ásamt daglegri stýringu verkefna
- Tryggir að þjónustustefnu bankans sé framfylgt og tryggir sterka liðsheild
- Fyrirmynd í framúrskarandi þjónustu
- Leiðbeinir starfsfólki um lánveitingar og þjónustu
- Stefnumótandi verkefni í samvinnu við svæðisstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Forystu- og leiðtogahæfileikar
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Umbótahugsun, frumkvæði og drifkraftur
- Haldgóð þekking og reynsla af útlánum er kostur
- Reynsla af stjórnun er kostur
- Háskólapróf og/eða umfangsmikil starfsreynsla
Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.