Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar
Fundargerð
17. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn mánudaginn 5. febrúar 2018, kl. 13:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.
Mætt til fundar: Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Viggó Jónsson, Leó Örn Þorleifsson og Ingileif Oddsdóttir.
Einnig sátu fundinn starfsmenn SSNV, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Ingibergur Guðmundsson, sem ritar fundargerð.
Formaðurnefndarinnar stýrði fundi.
Dagskrá:
Í samþykktri fjárhagsáætlun SSNV vegna ársins 2018 var gert ráð fyrir að styrkir Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra yrðu þannig:
Til menningarmála 30.000.000 kr.
Til atvinnuþróunar og nýsköpunar 20.000.000 kr.
Að auki eru til ráðstöfunar fjármunir vegna styrkja sem hafa verið lækkaðir, felldir niður eða afþakkaðir af styrkþega. Þeir fjármunir skiptast þannig:
Til menningarmála 2.000.000 kr.
Til atvinnuþróunar og nýsköpunar 3.602.996 kr.
Samtals eru því til úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra á árinu 2018:
Til menningarmála 32.000.000 kr.
Til atvinnuþróunar og nýsköpunar 23.602.996 kr
Samtals 55.602.996 kr
Í samþykktri fjárhagsáætlun SSNV vegna ársins 2018 var gert ráð fyrir að styrkir Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Norðurlands vestra yrðu þannig:
Framlag ársins 2018 10.000.000 kr
Að auki eru til ráðstöfunar fjármunir vegna styrkja sem hafa verið lækkaðir, felldir niður eða afþakkaðir af styrkþega auk fjármuna sem ekki var úthlutað á síðasta ári. Skiptin þeirra fjármuna er þessi:
Óúthlutað frá fyrra ári 2.700.000 kr.
Afþakkaðir styrkir 1.890.000 kr.
Samtals 4.590.000 kr.
Samtals eru því til úthlutunar úr Atvinnu og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra á árinu 2018:
Framlag ársins 2018 10.000.000 kr.
Eftirstöðvar fyrri ára og afþ. styrkir 4.590.000 kr.
Samtals 14.590.000 kr.
2. Vanhæfi nefndarmanna við afgreiðslu umsókna í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð og Uppbyggingarsjóð..
Nefndarmaður Umsóknir nr.
Lárus Ægir Guðmundsson : 18047, 18069
Jóhanna Magnúsdóttir : 18051
Ingileif Oddsdóttir : 18063, 18091, 18099
Viggó Jónsson : 2018-5, 18045, 18048, 18063, 18066, 18092, 18093, 18095, 18099
Þeir nefndarmenn, sem voru vanhæfir, viku af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.
3. Fundargerð fagráðs menningar 12. desember 2017
Fundargerðin var til kynningar.
4. Fundargerð fagráðs menningar 9. janúar 2018
Í fundargerðinni er m.a. greint frá því hvaða umsóknir fengu lægri einkunn en 6 og þar lagt til að þeim verði hafnað, skv. a) og b) lið 15. greinar verklags- og úthlutunarreglna Uppbyggingarsjóðs.
Úthlutunarnefnd staðfesti fundargerðina og þar með tillögu fagráðsins.
5. Fundargerð fagráðs menningar 30. janúar 2018
Í fundargerð og fylgiskjölum koma fram tillögur fagráðsins um styrkveitingar 2018.
6. Tillaga fagráðs menningar um stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar - afgreiðsla
Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs menningar, frá 30. jan. sl., um úthlutun styrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 10 umsóknir fái stofn- og rekstrarstyrk alls að upphæð 12.000.000 kr.
Sjá fylgiskjal: STR - Niðurstaða úthlutunarnefndar 5. febrúar 2018.
7. Tillaga fagráðs menningar um verkefnastyrki á sviði menningar - afgreiðsla
Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs menningar, frá 30. jan. sl., um úthlutun styrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 45 umsóknir fái verkefnastyrk alls að upphæð 20.000.000 kr.
Sjá fylgiskjal: VERK - Niðurstaða úthlutunarnefndar 5. febrúar 2018.
8. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 13. desember 2017
Fundargerðin var til kynningar. Í nóvember og desember 2017 óskuðu Elín Aradóttir og Guðmundur Haukur Jakobsson eftir að hætta í fagráðinu og skipaði stjórn SSNV Erlu Gunnarsdóttur og Gunnar Tryggva Halldórsson í þeirra stað.
9. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 9. janúar 2018
Í fundargerðinni er m.a. greint frá því hvaða umsóknir fengu lægri einkunn en 6 og þar lagt til að þeim verði hafnað, skv. a) og b) lið 13. greinar verklags- og úthlutunarreglna Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs og a) og b) lið 15. greinar verklags- og úthlutunarreglna Uppbyggingarsjóðs.
Úthlutunarnefnd staðfesti fundargerðina og þar með tillögu fagráðsins.
10. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 17. janúar 2018
Fundargerðin var til kynningar.
11. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 30. janúar 2018
Í fundargerð og fylgiskjölum koma fram tillögur fagráðsins um styrkveitingar 2018.
12. Tillaga fagráðs atvinnu- og nýsköpunar um styrki í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra - afgreiðsla
Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, frá 30. jan. sl., um úthlutun styrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 3 umsóknir fái styrk alls að upphæð 14.590.000 kr.
Sjá fylgiskjal: AN - Niðurstaða úthlutunarnefndar 5. febrúar 2018.
13. Tillaga fagráðs atvinnu- og nýsköpunar um styrki í atvinnuþróunar- og nýsköpunarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra - afgreiðsla
Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, frá 30. jan. sl., um úthlutun styrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 12 umsóknir fái styrk alls að upphæð 23.602.996 kr.
Sjá fylgiskjal: AÞN - Niðurstaða úthlutunarnefndar 5. febrúar 2018.
14. Svarbréf til umsækjenda um styrk
Fyrir fundinum lágu drög að svarbréfum til umsækjenda. Ekki voru gerðar athugasemdir við drögin.
15. Úthlutunarhátíð
Samþykkt að úthlutunarhátíð verði haldin í félagsheimilinu Húnaveri, miðvikudaginn 21. febrúar nk., kl. 17.00.
16. Niðurstöður þjónustukönnunar um umsóknarferlið fyrir árið 2018
Þjónustukönnun var send út til allra umsækjenda þar sem spurt var um reynsluna af umsóknarferlinu og rafrænni umsóknargátt. Starfsmenn SSNV fóru yfir niðurstöður þjónustukönnunarinnar sem voru í heildina mjög jákvæðar.
17. Verklags- og úthlutunarreglur fyrir árið 2018
Samþykkt að taka málið upp á næsta fundi nefndarinnar í september.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 15.00.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550