Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar
Fundargerð
18. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn fimmtudaginn 27. sept. 2018, kl. 10:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.
Mætt til fundar: Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Ingileif Oddsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Viggó Jónsson og Leó Örn Þorleifsson. Einnig sátu fundinn Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Ingibergur Guðmundsson, starfsmenn SSNV. Formaður nefndarinnar stýrði fundi.
Fyrir var tekið:
Niðurstöður könnunar meðal styrkhafa 2018.
Í maí 2018 var send út könnun til styrkhafa um þjónustu, upplýsingagjöf og fleira eftir að styrkhafar fengu jákvætt svar við umsókn sinni. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir kynnti niðurstöður könnunarinnar sem voru mjög jákvæðar.
Drög að verklags- og úthlutunarreglum fyrir árið 2019.
Fyrir fundinum lágu drög að Verklags- og úthlutunarreglum fyrir árið 2019. Farið var yfir drögin en þau svo samþykkt.
Reglurnar þurfa staðfestingu stjórnar SSNV og Stýrihóps Stjórnarráðsins áður en þær taka gildi.
Drög að matsblaði umsókna fyrir árið 2019.
Fyrir fundinum lágu drög að matsblaði vegna umsókna um styrk 2019. Drögin voru samþykkt óbreytt.
Tímasetningar umsóknar- og úthlutunarferils vegna styrkveitinga 2019.
Samþykkt var að miða við eftirfarandi dagsetningar:
23. október 2018 - auglýst eftir umsóknum
22. nóvember 2018 - umsóknarfrestur rennur út
15. janúar 2019 - afgreiðslu umsókna lokið
Önnur mál.
Sýnd voru tvö kynningarmyndbönd fyrir Uppbyggingarsjóðinn.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:00.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550