Fundur haldinn í Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fimmtudaginn 21. maí, kl. 16:00, í fundarsal Blönduósbæjar.
Mætt: Ingileif Oddsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Lárus Ægir Guðmundsson, Leó Örn Þorleifsson og Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV, sem ritar fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson boðaði forföll.
Þar sem formaður nefndarinnar boðaði forföll og varaformaður hafði ekki verið skipaður þá stýrði aldursforseti nefndarinnar, Lárus Ægir Guðmundsson, fundinum.
Dagskrá:
1. Vanhæfi nefndarmanna við afgreiðslu einstakra umsókna
Farið var yfir stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlög um vanhæfi við umræðu og afgreiðslu einstakra umsókna, einnig við hvaða umsóknir nefndarmenn væru vanhæfir. Þeir nefndarmenn, sem vanhæfir voru, viku síðan af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.
Vanhæfi: Stofn- og rekstrarstyrkir Verkefnastyrkir
Ingileif - nr. 51, 54, 56, 61
Jóhanna - nr. 3 nr. 9, 29, 50, 64
Lárus Ægir - nr. 4 nr. 3
Leó Örn - nr. 24
2. Ákvörðun um styrkveitingar á sviði menningar
Alls bárust 69 umsóknir um verkefnastyrki og 10 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki. Fyrir fundinum lá tillaga frá Fagráði menningar um úthlutun styrkja. Úthlutunarnefndin fór yfir umsóknirnar og ræddi þær.
Samþykkt að styrkja 59 umsækjendur um samtals 35.450.000 kr.
3. Önnur mál
a) Næsti fundur nefndarinnar verður þriðjudaginn 26. maí, kl. 16.00, á Sauðárkróki.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00.
Ingibergur Guðmundsson
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550