Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi
Fundargerð
5. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn mánudaginn 14. mars 2016, kl. 13:00, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.
Mætt til fundar: Stefán Vagn Stefánsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Lárus Ægir Guðmundsson, Leó Örn Þorleifsson og Ingileif Oddsdóttir.
Einnig sátu fundinn Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri SSNV, Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV, sem ritar fundargerð.
Formaður nefndarinnar stýrði fundi.
Dagskrá:
1. Vanhæfi nefndarmanna við afgreiðslu einstakra umsókna.
Nefndarmaður Umsóknir nr.
Stefán Vagn Stefánsson 16060, 16076, 16078, 16095, 16100, 16137
Jóhanna Magnúsdóttir 16081, 16110, 16125
Ingileif Oddsdóttir 16127, 16128
Lárus Ægir Guðmundsson 16059
Þeir nefndarmenn, sem vanhæfir voru, viku af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.
2. Ákvörðun um styrkveitingar á sviði menningar
Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs menningar að úthlutun styrkja á menningarsviði. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 9 umsóknir fái stofn- og rekstrarstyrk alls að upphæð 13,8 millj. kr. og 59 umsóknir fái verkefnastyrk alls að upphæð 22.6 millj. kr.
3. Næsta úthlutunarferli
Úthlutunarnefnd ræddi hugmyndir um næsta úthlutunarferli en ekki voru teknar ákvarðanir að þessu sinni. Ákveðið að fara yfir verkferla á fundi með fagráðum. Formanni og ritara falið að koma með hugmyndir að tímaramma og leggja fyrir sameiginlegan fund úthlutunarnefndar og fagráðanna.
4. Önnur mál
Samþykkt að úthlutunarhátíð verði haldin í Skagafirði föstudaginn 1. apríl, kl. 17:00. Sameiginlegur fundur úthlutunarnefndar og fagráðanna verður haldinn sama dag kl. 15.00.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14.45.
Ingibergur Guðmundsson
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550