Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 38. fundar stjórnar SSNV 6. nóvember 2018.
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 kom stjórn SSNV til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Gunnsteinn Björnsson, Álfhildur Leifsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson, formaður stjórnar, bauð nýja stjórn velkomna til starfa, setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðslur:
1. Kjör varaformanns.
Stjórn kýs Álfhildi Leifsdóttur sem varaformann SSNV.
2. Samþykktir og þingsköp SSNV.
Framkvæmdastjóri fer yfir samþykktir og þingsköp SSNV með stjórnarmönnum.
3. Starfsreglur stjórnar SSNV.
Lögð fram drög að starfsreglum stjórnar. Stjórn samþykkir starfsreglurnar með breytingum sem ræddar voru á fundinum. Starfsreglurnar undirritaðar og framkvæmdastjóra falið að birta þær á heimasíðu samtakanna.
4. Skipun starfshóps um breytingar á samþykktum SSNV.
2. haustþing SSNV, haldið þann 19. október 2018, fól stjórn að skipa 3ja manna starfshóp til að leggja fram drög að breyttum samþykktum samtakanna fyrir ársþing 2019. Stjórn skipar eftirtalda í starfshópinn:
Guðný Hrund Karlsdóttir, Húnaþing vestra.
Halldór G. Ólafsson, Sveitarfélagið Skagaströnd
Sigríður Regína Valdimarsdóttir, Sveitarfélagið Skagafjörður
Einnig lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins. Stjórn samþykkir erindisbréfið með breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur framkvæmdastjóra að birta það á heimasíðu samtakanna sem og að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.
5. Erindisbréf samgöngu- og innviðanefndar.
Lögð fram drög að erindisbréfi samgöngu- og innviðanefndar sem skipuð var á 2. haustþingi samtakanna þann 19. október 2018. Stjórn samþykkir framlögð drög með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur framkvæmdastjóra að birta það á heimasíðu samtakanna sem og að kalla nefndina saman til fyrsta fundar.
Stjórn skipar Einar K. Jónsson formann hópsins.
6. Bókun 60. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfél. Skagafjarðar.
Lagt fram minnisblað frá Davíð Jóhannessyni ráðgjafa ferðamála um þá vinnu sem unnin hefur verið á starfssvæði samtakanna í þeim þáttum sem nefndir eru í tilmælum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
7. Ályktun íbúafundar á Vatnsnesi.
Lögð fram ályktun íbúafundar á Vatnsnesi um samgöngumál þar sem m.a. fram kemur slæmt ástand Vatnsnesvegar og áhrifa þess á skólaakstur. Stjórn tekur undir sjónarmið íbúa enda er ástand stofn- og tengivega í landshlutanum öllum óviðunandi og óásættanlegt það litla fjármagn sem sett hefur verið í viðhald þessara vega.
8. Bréf frá Samgöngufélaginu.
Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu um tillögur þeirra um breytingar á vegstæðum þjóðvegar 1 í landshlutanum. Stjórn SSNV leggst alfarið gegn þeim áformum sem þar koma fram og leggur áherslu á að inn í samgönguáætlun rati þau verkefni sem heimamenn hafa bent á að nauðsynleg séu í landshlutanum. Má þar fyrst nefna framkvæmdir við Skagastrandarveg sem hafa verið á dagskrá um árabil og eru fyrir löngu orðnar nauðsynlegar sem og brýnar framkvæmdir við stofn- og tengivegi sem munu reynast kostnaðarsamar.
9. Skýrsla Deloitte um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi.
Lögð fram til kynningar skýrsla unnin af Deloitte fyrir SSNV, SSV og FV um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi og áhrif veiðigjalda á rekstur félaganna. Í henni kemur fram að áhrif fyrirhugaðra veiðigjalda munu verða gríðarleg í kjördæminu og eru stjórnvöld hvött til að styðja við byggðir á svæðinu og endurskoða áform sín.
10. 9 mánaða uppgjör.
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur samtakanna fyrstu 9 mánuði ársins. Grunn rekstur samtakanna er í jafnvægi og í samræmi við áætlun að mestu. Vinnsla áhersluverkefna og greiðslur styrkja hafa þó gengið hægar en reiknað var með.
11. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
12. Umsagnarbeiðnir
Umsögnum hefur verið skilað um frumvarp til laga um veiðigjald og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun. Ekki þykir ástæða til umsagna um önnur mál.
13. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
14. Önnur mál.
a. Almenningssamgöngur
Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu mála varðandi almenningssamgöngur. Vegagerðin hefur gefið út staðfestingu á að rekstur málaflokksins á Norðurlandi vestra sé fjármagnaður árið 2019 miðað við framlagða áætlun. Ekki hefur verið staðfest af hálfu Vegagerðarinnar að uppsöfnuðu tapi af rekstri almenningssamgangna á landsvísu verði mætt. Hafa önnur landshlutasamtök þurft að taka á sig mikið tap vegna málaflokksins sem ekki er viðunandi staða.
b. Sveitarstjórnarvettvangur EES og EFTA
Samkvæmt skiptireglu landshlutasamtakanna eiga formenn SSH, SSV, FV og SSNV að taka við sem aðalfulltrúar á næsta fundi EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins til næstu tveggja ára. Næsti fundur verður haldinn í Brussel 6.-7. desember nk. Formaður SSNV mun sitja fundinn.
c. Kynnisferð sveitarstjórnarmanna vorið 2019
Rætt um fyrirhugaða kynnisferð á vormánuðum 2019. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:45
Þorleifur Karl Eggertsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Valdimar O. Hermannsson
Gunnsteinn Björnsson
Álfhildur Leifsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550